Jarðskjálfti upp á rúm 3 stig við Sandfell

Jarðskjálfti að stærð 3,1 mældist við Sandfell.
Jarðskjálfti að stærð 3,1 mældist við Sandfell. mbl.is/Skúli Halldórsson

Jarðskjálfti að stærð 3,1 mældist við Sandfell austan Heiðmerkur kl. 17.07 nú síðdegis.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að nokkur jarðskjálftavirkni hafi verið á þessum slóðum í dag. 

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við mbl.is að ekki sé um að ræða óvenjulega virkni en svæðið er þekkt fyrir jarðskjálfta. Þá segir hann að eldvirkni hafi ekki valdið skjálftanum. 

„Þetta er bara á mjög svipuðum slóðum og skjálftinn sem var á sunnudagskvöld sem var líka 3,1 að stærð og við fengum síðast skjálftahrinu við þessa sprungu á janúar á þessu ári. Svo hafa komið reglulega nokkrir kippir þarna á síðustu árum og áratugum.“

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert