Afla gagna um Gríska húsið

Þrír menn voru handteknir í tengslum við Gríska húsið í …
Þrír menn voru handteknir í tengslum við Gríska húsið í júní. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögregla stendur nú í gagnaöflun og yfirferð gagna er varða grunað mansal á veitingastaðnum Gríska húsinu.

Þetta kemur fram í samtali mbl.is við Ævar Pálma Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í dag.

Handteknir í kjölfar eftirlits

Þrír menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í tengslum við Gríska húsið að Laugavegi 35 um miðjan júní. Lék þá grunur á um að starfsmenn staðarins væru þolendur mansals en handtökur mannanna þriggja voru framkvæmdar í kjölfar skoðunar Skattsins og lögreglu á rekstrar- og starfsmannaleyfum.

Ævar segir að á þessu stigi rannsóknarinnar sé ótímabært að áætla hvenær niðurstaða úr henni sé að vænta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert