Umferð um gatnamót Stekkjarbakka stöðvaðist í dag þegar tugir gæsa flykktust yfir gatnamótin.
Guðbjörg Hassing átti leið yfir gatnamótin þegar gæsirnar stöðvuðu umferðina. Hún segir í samtali við mbl.is að allir ökumenn hafi tekið þessari uppákomu vel og biðu þolinmóðir þar til gæsirnar voru farnar yfir.
„Við erum frekar vön þessu að það sé verið að kenna ungum að ganga yfir göturnar en þarna komu þeir bara eftir akreininni, þessi svakalegi hópur,“ segir Guðbjörg en hún býr í Breiðholti.
Hún kveðst aldrei hafa orðið vitni að jafn mörgum fuglum tölta yfir götu. Aðspurð segir hún gæsirnar hafa tafið umferðina í örfáar mínútur en að svo hafi umferðin tekið við sér á ný.