Sterkur viljinn til að standa á eigin fótum

Bundið um fætur kálfsins sem var dreginn af miklum þunga …
Bundið um fætur kálfsins sem var dreginn af miklum þunga úr fæðingarvegi kýrinnar af Daníel bónda. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Kýrin Anna á bænum á Hjálmsstöðum við Laugarvatn bar kálfi eitt kvöldið í liðinni viku. Slíkt væri ekki í frásögur færandi nema hvað í atburðarás sem tíðindamaður Morgunblaðsins fylgdist með sást ótrúlega sterkur lífsþróttur ungviðisins og mikill vilji til þess að standa á eigin fótum í orðsins fyllstu merkingu.

Kýr­in Anna og kálfurinn.
Kýr­in Anna og kálfurinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Kálfinn bar rétt að fæðingarvegi móður. Allt var komið í gang og bóndinn Daníel Pálsson batt spotta í klaufar kálfs. Togaði svo af krafti í takt við hríðir kýrinnar. Allt gekk þetta vel enda þótt áreynslan væri talsverð.

Frá því að kálfurinn kom í heiminn kl. 19:18 liðu aðeins 22 mínútur uns hann stóð á eigin fótum.

Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu á laugardag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert