Munu höfða mál gegn ríkinu vegna plastbarkamálsins

„Ég hef sagt ríkislögmanni að við munum höfða mál. Við …
„Ég hef sagt ríkislögmanni að við munum höfða mál. Við viljum fá það á hreint hvort það sé allt í lagi pynta menn á Íslandi og gera á þeim tilraunir,“ segir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ekkju Andemariam Beyene. mbl.is/María Matthíasdóttir

Kröfu ekkju Andemariam Beyene, sjúklings í umsjá Landspítala sem lést eftir að hafa undirgengist plastbarkaígræðslu í Svíþjóð, um miska- og skaðabætur hefur ekki verið slegið út af borðinu þó ríkið hafi hafnað bótaskyldu, að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns ekkjunnar.

„Svarið sem kom er þannig að það er fullt tilefni til að halda áfram. Því er ekki neitað að eitthvað hafi verið saknæmt heldur að þessi háttsemi hafi ekki leitt til tjóns sem er bótaskylt,“ segir Sigurður.

Málinu er því ekki lokið af ykkar hálfu?

„Ég hef sagt ríkislögmanni að við munum höfða mál. Við viljum fá það á hreint hvort það sé allt í lagi pynta menn á Íslandi og gera á þeim tilraunir. Dómstólar verða að skera úr um það.“

Tilraunaaðgerð

Plastabarkamálið svokallaða snýst um til­raunaaðgerð sem gerð var á And­emariam Tek­les­en­bet Beyene árið 2011. Hann lést árið 2014, um þrem­ur árum eft­ir ígræðslu plast­barka á Karólínska sjúkra­hús­inu í Svíþjóð.

Eft­ir and­látið vöknuðu ýms­ar efa­semd­ir um þá verk­ferla sem lágu að baki vís­inda­rann­sókn­unum sem tengdust aðgerðinni á Andemariam og síðar fleiri sjúklingum, sér­stak­lega í kjölfar uppljóstrun læknis frá lækni sem kom að meðhöndl­un hans í Svíþjóð.

Paolo Macchiarini sem framkvæmdi aðgerðina hefur verið dæmdur fyrir háttsemi sína og fjöldi lækna hafa verið uppvísir af vísindalegu misferli, þar á meðal tveir íslenskir læknar.

Pólitísk ákvörðun

Spurður hver næstu skref eru segir Sigurður að líklega verði ekki mikið sem gerist í málinu fyrr en í ágúst þar sem fólk flest er í leyfi. „Ég myndi vilja hitta ríkislögmann, forstjóra Landspítalans og fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins,“ segir hann.

Sigurður segir svo virðast að heilbrigðisráðuneytið hafi lagst gegn bótaskyldu miðað við að vísað hafi verið til umsagnar þeirra í svari ríkislögmanns, umsögn sem hann hafi þó ekki séð og óljóst hvort hann fái að sjá.

Staðan er því nokkuð frábrugðin því er forstjóri Landspítala bað ekkjuna afsökunar og vísaði bótakröfunni til ríkislögmanns, nokkuð sem Sigurður sagði þá vera skýra viðurkenningu á bótaskyldu.

Það sé því alveg ljóst að höfðað verður mál að sögn Sigurðar. „Dómstólar verða að skera úr um hvert orsakasamhengið er.“

Eina sem myndi koma í veg fyrir málshöfðun á þessu stigi væri ef ríkinu snérist hugur. „Menn hafa oft greitt háar bætur þó að menn hafi ekki látið reyna á bótaskyldu fyrir dómi. […] Þetta er oft pólitísk ákvörðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert