Ákærður fyrir að bana sambýliskonu sinni

Maður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu …
Maður á sjötugsaldri er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana í fjölbýlishúsi á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Ákæra hefur verið gefin út í meintu manndrápsmáli á Akureyri á hendur manni sem er grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana.

Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir að búið sé að gefa út ákæruna í samtali við mbl.is en bætir við að á þessu stigi geti hún ekki tjáð sig meira um málið.

12 vikna varðhald rann út í dag

Ákæran hefur enn ekki verið birt en maðurinn er sá eini sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu. Hefur hann setið í gæsluvarðhaldi síðan í lok apríl en varðhaldið rann út í dag.

Konan fannst látin á heimili hennar og mannsins í fjölbýlishúsi á Akureyri 22. apríl. Var hún fimmtug en hann á sjötugsaldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert