Rannsókn miðar vel í ofbeldismálinu

Frá Reykholti.
Frá Reykholti. mbl.is/Sigurður Bogi

Rannsókn miðar vel í máli er varðar grun um alvarleg ofbeldisbrot í Reykholti í Biskupstungum í lok apríl.

Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is, en kveðst ekki geta farið nánar út í stöðu rannsóknarinnar.

Með maltneskt ríkisfang

Eng­inn er í gæsluvarðhaldi vegna máls­ins, en Landsréttur hafnaði kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna yfir pari sem ligg­ur und­ir grun um frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun.

Maður­inn sem varð fyr­ir of­beld­inu er með malt­neskt rík­is­fang, en allir sem hafa legið undir grun í málinu eru íslenskir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert