Náttúrustofa Suðurlands hefur góðar fréttir að færa eftir að seinna lundarallinu í Vestmannaeyjum lauk seint í gærkvöldi.
„Frábærar fréttir frá Vestmannaeyjum!“ skrifar Náttúrustofa Suðurlands á Facebook. „Jafn gott ár og 2021, sem er það besta í viðkomu á þessari öld.“
Árin eru þó ekki eins þar sem færri fuglar urpu nú en 2021, ábúð nam um 76% eggjum á hverja holu.
En hámarksvarpárangur vegur muninn upp þar sem um 91% eggja er nú stórar pysjur.
„Búast má við í kringum 10.000 pysjum sem fljúga á svipuðum tíma og árið 2021, eða „á eðlilegum tíma“,“ segir að lokum.