Borga tvo milljarða fyrir lóð

Nýja höllin mun rísa á lóðinni milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar. …
Nýja höllin mun rísa á lóðinni milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar. Stærð byggingarinnar verður allt að 19 þúsund fermetrar. mbl.is/sisi

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarreit F innan lóðar Engjavegar 8, Reykjavík.

Umrædd lóð er milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar og þar á að rísa nýtt fjölnota íþrótta- og viðburðahús. Í desember sl. voru þrjú teymi valin til þátttöku í samkeppnisútboði um hönnun og byggingu hússins.

Fram kemur í tillögu sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lagði fyrir borgarráð að Reykjavíkurborg selji Þjóðarhöll ehf. byggingarrétt lóðarinnar fyrir krónur 1.572.000.000. Auk greiðslu fyrir byggingarrétt greiðast krónur 489.000.000 í gatnagerðargjöld.

Heildargreiðsla fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld eru því rúmir tveir milljarðar króna, eða krónur 2.061.000.000. Fjárhæð gatnagerðargjalda getur breyst til hækkunar við álagningu þeirra við innlögn byggingarnefndarteikninga.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka