Nýir þættir um hvarf Jóns Þrastar

Jón Þröstur Jónsson sem leitað hefur verið frá árinu 2019.
Jón Þröstur Jónsson sem leitað hefur verið frá árinu 2019. Ljósmynd/Aðsend

Nýir hlaðvarpsþætt­ir um hvarf Jóns Þrast­ar Jóns­son­ar árið 2019 eru nú aðgengi­leg­ir á vef Rík­is­út­varps­ins og á hlaðvarps­veit­um.

Þætt­irn­ir eru sam­starfs­verk­efni RÚV og RTÉ á Írlandi. At­hygli vek­ur að þætt­irn­ir eru tekn­ir upp á ensku, þar með tal­in viðtöl við ís­lenska viðmæl­end­ur, en hægt er að nálg­ast þrjár út­gáf­ur af þátt­un­um. Sú fyrsta er á ensku, önn­ur á ensku með ís­lensk­um texta í spil­ara á vef RÚV og sú þriðja er svo­kölluð ís­lensk aðlög­un sem út­varpað er á Rás 1. Þá út­gáfu má finna und­ir út­varps­flip­an­um efst á vefsíðu RÚV.

Anna Marsi­bil Clausen, dag­skrár­gerðar­kona hjá RÚV, gerði þætt­ina ásamt Liam O'Brien frá RTÉ. Hún seg­ir að ákveðið hafi verið að taka öll viðtöl­in á ensku til að ná til eins breiðs hóps hlust­enda og unnt er. Ekki sé hægt að taka viðtöl um svo viðkvæmt efni á tveim­ur tungu­mál­um og ætl­ast til þess að viðmæl­end­ur segi það ná­kvæm­lega sama.

„Sam­kvæmt lög­um meg­um við ekki út­varpa á öðru tungu­máli í út­varp­inu og þar af leiðandi eru bara stutt­ar glefs­ur úr viðtöl­un­um og bak­grunns­lýs­ing­ar á ensku. Ég end­ur­segi hins veg­ar allt efn­is­lega. Við ákváðum að fara ekki þá leið að „döbba“ þætt­ina enda er ofboðslega leiðin­legt að hlusta á slíkt. Ég held að ís­lenska út­gáf­an sé engu síðri þótt hún sé aðeins styttri en sú enska,“ seg­ir Anna Marsi­bil.

Sem kunn­ugt er kom Jón Þröst­ur til Dyfl­inn­ar í fe­brú­ar fyr­ir sex árum og til stóð að hann myndi verja frí­inu sínu í að spila póker og ferðast með konu sinni. Hann hvarf hins veg­ar spor­laust.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert