Margrét Friðriksdóttir gefur kost á sér í 2.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
„Ég hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum til uppbyggingar fyrir Reykjavíkurborg. Málefni eldri borgara öryrkja og þeirra sem minna mega sín.
Sérstaklega þarf að hlúa að málefnum eldri borgara, öryrkja og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu eins og útigangsmönnum, slíkt á ekki að þekkjast í borginni og erum við fullvel í stakk búin til að veita því fólki húsaskjól og aðstoð, tryggja þarf að þessir þjóðfélagshópar hljóti alla þá grunnþjónustu sem völ er á og vinna að því að betrumbæta eftir þörfum og ábendingum þess hóps eða þeirra er málið varða,“ segir í tilkynningu.