Björn Jóhann Björnsson
Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Árborgar myndi falla ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga á morgun. Ný könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið leiðir þetta í ljós. Könnunin fór fram dagana 7. til 21. nóvember sl. Úrtakið var 375 manns og svarhlutfallið 62%.
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 33,3% atkvæða og fjóra menn kjörna, fékk 50,1% í kosningunum 2010 og fimm bæjarfulltrúa af níu. Framsóknarflokkurinn myndi bæta við sig manni þó að fylgið myndi minnka úr 19,6% í kosningunum fyrir tæpum fjórum árum í 15,9%. Björt framtíð kæmi ný inn í bæjarstjórn Árborgar með 15,1% fylgi og einn mann kjörinn, væri mjög nálægt því að taka mann af Framsókn.
Samfylkingin myndi tapa manni og fá 13,5% atkvæða. Vinstri-græn myndu bæta við fylgið um þrjú prósentustig, fá 13,5%, og halda sínum bæjarfulltrúa. Píratar fengju 5,6% ef kosið yrði nú.