Treystir ekki Gunnari

Margrét Björnsdóttir býður sig nú fram í annað sæti í …
Margrét Björnsdóttir býður sig nú fram í annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. mbl.is

Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, segist ekki treysta Gunnari I. Birgissyni lengur en eins og fram hefur komið studdi hann tillögu minnihlutaflokkanna í húsnæðismálum.

„Auðvitað ekki eftir þessa uppákomu. Það er fyrir neðan allar hellur að einn taki sig svona út úr samstarfinu án þess að ræða við félaga sína áður. Annað hvort er fólk i samstarfi eða ekki,“ segir Margrét þegar hún er spurð hvort hún treysti Gunnari í Kópavogsfréttum.

„Ég er fyrst og fremst þakklát oddvitum núverandi meirihlutaflokka að slíta ekki meirihlutasamstarfinu við þessar aðstæður. Það væri ekki neinum til góðs að slíta þessu núna rétt fyrir prófkjör og kosningar. Það væri ekki farsælt fyrir bæjarfélagið,“segir Margrét.

Hún er spurð í viðtalinu hvort meirihlutinn geti starfað áfram með Gunnari.
„Það eru lög og reglur í landinu. Gunnar er lögkjörinn og ekkert hægt að gera í því, það er ekki hægt að reka hann úr bæjarstjórn,“ segir í frétt Kópavogsfrétta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert