Tillögu um íbúðir skorti lagaheimild

Kópavogur
Kópavogur Árni Sæberg

Stuðningsmenn umdeildrar tillögu um aðgerðir í húsnæðismálum innan bæjarstjórnar Kópavogs þurfa að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun eigi skuldbinding um fjölgun leiguíbúða í bænum að standast lög.

Þetta er mat Guðjóns Bragasonar, sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, en Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, sagði mbl.is að samþykktin stæðist ekki lög. Felur hún í sér milljarða útgjöld.

Guðjón vísar í sveitarstjórnarlög.

„Þetta liggur að mínu viti tiltölulega ljóst fyrir í lögunum, að viðauki við fjárhagsáætlun þarf að liggja fyrir. Kveðið er á um það í 63. grein laganna að fjárhagsáætlun er bindandi og því er ekki heimilt að ákveða ný útgjöld úr bæjarsjóði nema viðauki sé samþykktur áður, þar sem kveðið er á um hvernig útgjöldum skuli mætt. Mér sýnist að því leyti sem ég hef skoðað málið að ljóst sé að enginn viðauki hafi verið lagður fram.“

– Þurfa þá fulltrúar minnihlutans og Gunnar Birgisson að leggja fram viðauka á næsta bæjarstjórnarfundi til að skuldbindingin hafi lagagildi?

„Já. Það er sama hver gerir það. Ég sé ekki að það sé hægt að samþykkja útgjöld úr bæjarsjóði nema að undangengnum viðauka í þessu máli. Þetta er annmarki sem er hægt að bæta úr með því að samþykkja viðauka, t.d. á næsta bæjarstjórnarfundi. Það er ekki hægt að fara strax að kaupa íbúðir.“

Gætu rift samningunum

– Hvaða afleiðingar hefðu kaupin?

„Fyrst og fremst er þetta spurning um hver viðbrögð innanríkisráðuneytisins yrðu og eftirlitsnefndar um málefni sveitarfélaga. Hættan er sú að þær greiðslur og samningar sem þarna er um að ræða yrðu úrskurðaðir ógildir,“ segir Guðjón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert