Rósa Guðbjartsdóttir leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningunum í vor. Þetta er niðurstaða prófkjörsins sem fram fór í dag. Kristinn Andersen landaði öðru sætinu og Unnur Lára Bryde vermið það þriðja.
Rósa fékk samtals 597 atkvæði í fyrsta sætið, Kristinn hlaut 603 atkvæði í 1.-2. sætið og Unnur 467 atkvæði í 1.-3. sætið. Ingi Tómasson hlaut fjórða sætið með 566 atkvæði í 1.-4. sæti, Helga Ingólfsdóttir fékk 648 atkvæði í 1.-5. sæti og Kristín Thoroddsen 810 atkvæði í 1.-6. sæti.
Rósa var í fyrsta sæti samkvæmt fyrstu tölum og Kristinn í öðru sæti. Hins vegar Ingi í þriðja sæti samkvæmt þeim, Unnur í því fjórða, Kristín í fimmta sæti og Helga í því sjötta. Þannig urðu breytingar frá fyrstu tölum á öllum sætum nema fyrstu tveimur. Niðurstaðan er ennfremur sú að í sex efstu sætunum eru fjórar konur og tveir karlmenn.