Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á fundi fulltrúaráðs flokksins í kvöld. Gunnar Einarsson bæjarstjóri leiðir lista flokksins.
Tekist var á um lista nefndarinnar á fundinum en áður en listinn var samþykktur hafði tillögu um að vísa honum aftur til uppstillingarnefndar verið hafnað.
Sigurður Viðarsson, formaður uppstillingarnefndar, sagði í samtali við mbl.is að rétt væri að tekist hefði verið á um listann á fundinum en auðvitað yrðu alltaf einhverjir ósáttir þegar þessi leið væri farin. „Uppstillingarnefnd er búin að vinna sína vinnu og leggur þennan lista fyrir fulltrúaráð flokksins,“ sagði Sigurður. „Listinn var samþykktur og því er málinu lokið.“
Listi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor:
1. sæti Gunnar Einarsson bæjarstjóri.
2. sæti Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
3. sæti Sigríður Hulda Jónsdóttir framkvæmdastjóri.
4. sæti Sigurður Guðmundsson, lögfræðingur og varabæjarfulltrúi.
5. sæti Gunnar Valur Gíslason, verkfræðingur og framkvæmdastjóri.
6. sæti Jóna Sæmundsdóttir, lífendafræðingur og varabæjarfulltrúi.
7. sæti Almar Guðmundsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri.