Kjördæmasamband Framsóknarflokksins í Reykjavík vill að Guðni Ágústsson leiði framboðslista flokksins í borginni fyrir kosningarnar sem fara fram í næsta mánuði. Guðni hefur notað páskana til að taka ákvörðun og hyggst tilkynna hana á sumardaginn fyrsta, að því er sagði í kvöldfréttum RÚV.
Eins og Morgunblaðið greindi frá á laugardaginn hafa þeir Guðni og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra rætt saman um hugsanlegt framboð Guðna.
Sigmundur Davíð segir að það sé alfarið hlutverk kjördæmasambandsins að raða niður á listann, en ekki formanns flokksins.
Óskar Bergsson ákvað að draga sig í hlé sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík í byrjun mánaðarins.