Segir niðurstöðu liggja fyrir hjá Framsókn

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson Ómar Óskarsson

„Ég get staðfest að ég gaf kost á mér eftir að leitað var til mín úr ýmsum áttum, en niðurstaða KFR liggur fyrir,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna. Hún segir að Kjördæmasamband framsóknarmanna í Reykjavík muni í fyrramálið leggja fram lista með nafni Guðna Ágústssonar í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.

Guðni hefur sjálfur ekki gefið það formlega út að hann muni taka 1. sætið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík en hann boðaði á dögunum yfirlýsingu um málið á morgun, sumardaginn fyrsta. Sveinbjörg segist eiga von á mjög þjóðlegri og stuðlaðri yfirlýsingu frá honum.

Hún á sjálf sæti í kjördæmasambandinu en segist ekki hafa átt aðkomu að málinu sökum þess að hún er á ferðalagi erlendis. „Það gerir stöðuna dálítið erfiðari,“ segir Sveinbjörg. „En mér skilst að niðurstaðan liggi fyrir, að það sé fundur klukkkan 11 í fyrramálið þar sem KFR leggur fram listann með Guðna í fyrsta sæti.“

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka