Meirihlutinn í borgarstjórn heldur velli

Borgarstjórn Reykjavíkur.
Borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Meirihlutinn í borgarstjórn heldur velli. Könnunin var gerð dagana 30. apríl til 6. maí.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 30,3%. Flokkurinn fengi fimm borgarfulltrúa, en hefur þrjá núna. Fylgið hefur aukist frá síðustu könnun í mars og verulega frá kosningunum árið 2010, þegar flokkurinn fékk 19,1% atkvæða.

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 27,2% kjósenda og fengi einnig fimm borgarfulltrúa eins og hann hefur nú, að því er fram kemur í fréttaskýringu um könnunina í Morgunblaðinu í dag. Þetta er meira en í síðustu könnun Félagsvísindastofnunar í mars en minna fylgi en í kosningunum fyrir fjórum árum þegar flokkurinn fékk 33,6% atkvæða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert