Meirihlutinn með tíu fulltrúa

Fylgi flokkanna sveiflast til og frá.
Fylgi flokkanna sveiflast til og frá. mbl.is/Ómar

Samfylkingin fengi sex borgarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkurinn þrjá ef kosið væri nú til borgarstjórnar, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið í höfuðborginni dagana 12. til 15. maí.

Talsverðar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna frá síðustu könnun sem birt var fyrir tíu dögum. Fylgi Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar hefur aukist en fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áður notið jafn lítils fylgis í höfuðborginni.

Samkvæmt könnuninni fengi Björt framtíð fjóra menn kjörna í borgarstjórn, Píratar einn og Vinstri græn einn. Önnur framboð kæmu ekki að manni. Fylgi Framsóknarflokksins og flugvallarvina hefur minnkað og mælist nú 3,1%, að því er fram kemur í fréttaskýringu um fylgismælinguna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert