Samfylkingin tapar tveimur mönnum í Hafnarfirði samkvæmt fyrstu tölum sem birtar voru fyrir tæplega klukkustund síðan. Gunnar Axel Axelsson, oddviti listans segir að landslagið í stjórnmálum sé breytt síðan árið 2010 og bendir á að atkvæði félagshyggjufólks dreifist nú víðar en áður. Í samtali við mbl.is segir Gunnar að túlka megi fyrstu tölur sem varnarsigur fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði. „Það var á brattan að sækja og við vissum það,“ segir hann.
Samfylkingin fær samkvæmt fyrstu tölum 20,6% atkvæða, en var í kosningunum 2010 með tæplega 35%. Flokkurinn var þá með 5 fulltrúa en fær nú 3 fulltrúa.