Byrja að heyra í fólki í dag

Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Hafnarfirði.
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Hafnarfirði.

„Við erum langstærsti flokkurinn í Hafnarfirði og bæjarbúar eru að senda skýr skilaboð um það hverja þeir vilja sjá í forystu í Hafnarfirði,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Flokkurinn hlaut 35,8% atkvæða í kosningunum í gær, og þar með 5 fulltrúa af 11. 

Svo er það bara að vinna úr þessari stöðu og við munum líklega byrja að heyra í fólki í dag. Það eru spennandi dagar framundan,“ bætir Rósa við. 

Óneitanlega er Björt framtíð að koma sterk inn líka, og Vinstri grænir halda sínum manni. Það gefur auga leið að við munum byrja á að ræða við þessa aðila um framhaldið.“

„Við ræðum við alla, metum stöðuna og athugum hvað fólk er tilbúið í og sjáum hverju hægt er að ná samstöðu um í þeim málaflokkum sem við viljum setja á oddinn,“ segir Rósa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert