Gagnrýnir uppstillingaráform í Reykjavík

Katrín Atladóttir telur farsælast að haldið verði prófkjör.
Katrín Atladóttir telur farsælast að haldið verði prófkjör. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur mikilvægt að haldið verði prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningar í vor.

Segir hún frá þessu í tísti í dag og taka margir undir sjónarmið Katrínar.

Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga í Reykjavík, lagði fyrir fulltrúaráð flokksins að þvert á móti yrði stillt upp á lista, en prófkjör haldið fyrir oddvitasætið. Svokallað leiðtogaprófkjör færi þá fram en Eyþór Laxdal Arnalds og Hildur Björnsdóttir sækjast eftir oddvitasætinu.

Þessi leið var einnig farin fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þegar Eyþór var kjörinn oddviti flokksins í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert