Þór nýr oddviti sjálfstæðismanna á Nesinu

Þór Sigurgeirsson er nýr oddviti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi.
Þór Sigurgeirsson er nýr oddviti sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi. Ljósmynd/Þór Sigurgeirsson

Þór Sigurgeirsson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi. Þetta varð ljóst rétt í þessu þegar úrslit prófkjörs flokksins á Seltjarnarnesi voru tilkynnt.

Úrslit prófkjörsins urðu:

  1. Þór Sigurgeirsson 311 atkvæði í 1. sæti,
  2. Ragnhildur Jónsdóttir 374 atkvæði í 1.-2. sæti,
  3. Magnús Örn Guðmundsson 392 atkvæði í 1.-3. sæti, 
  4. Svana Helen Björnsdóttir 402 atkvæði í 1.-4. sæti,
  5. Dagbjört Snjólaug Oddsdóttir 464 atkvæði í 1.-5. sæti, 
  6. Hildigunnur Gunnarsdóttir með 504 atkvæði í 1. – 6. sæti,
  7. Örn Viðar Skúlason 581 atkvæði í 1.-7. sæti.

Sundurliðun á atkvæðum í efstu sjö sætin má finna hér.

Greidd voru 906 atkvæði, þar af voru 18 ógild og 888 gildi. Kjörsókn var 62,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka