Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi samþykkti í dag framboðslista vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor.
Ásdís Kristjánsdóttir sem sigraði í prófkjöri flokksins í mars síðastliðnum skipar efsta sætið, í öðru sæti er Hjördís Ýr Johnson og í því þriðja Andri Steinn Hilmarsson. Gengið verður til kosninga þann 13. maí næstkomandi.
Neðar á listanum taka meðal annars sæti Sólveig Pétursdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og forseti Alþingis, Unnur B. Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands og er Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í 22. sæti.
Listinn í heild:
1. Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur
2. Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi og framleiðslustjóri
3. Andri Steinn Hilmarsson, varabæjarfulltrúi og aðstoðarmaður þingflokks
4. Hannes Steindórsson, fasteignasali
5. Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri
6. Hanna Carla Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
7. Sigvaldi Egill Lárusson, fjármála- og rekstrarstjóri
8. Bergur Þorri Benjamínsson, starfsmaður þingflokks
9. Sigrún Bjarnadóttir, skólastjóri
10. Hermann Ármannsson, stuðningsfulltrúi
11. Axel Þór Eysteinsson, framkvæmdastjóri
12. Tinna Rán Sverrisdóttir, lögfræðingur
13. Rúnar Ívarsson, markaðsfulltrúi
14. Sólveig Pétursdóttir, fyrrv. dómsmálaráðherra og forseti Alþingis
15. Kristín Amy Dyer, forstjóri
16. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, lögmaður
17. Sunna Guðmundsdóttir, forstöðumaður
18. Jón Finnbogason, útlánastjóri
19. Unnur B. Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands
20. Gunnsteinn Sigurðsson, fyrrv. skólastjóri
21. Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar
22. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri