Framsókn á miklu flugi

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Skjáskot/Rúv

Sam­fylk­ing­in og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eru nán­ast jöfn og stærst í Reykja­vík sam­kvæmt könn­un Maskínu í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í vor. Sam­fylk­ing­in fengi 25,9% at­kvæða en Sjálf­stæðis­flokk­ur 25,5% at­kvæða.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er á miklu flugi og hef­ur bætt við sig um fjór­um pró­sentu­stig­um frá síðustu mæl­ingu Maskínu og er nú með 14% fylgi. Það er ríf­lega tíu pró­sentu­stig­um meira en flokk­ur­inn upp­skar í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um þegar hann hlaut rúm­lega 3% at­kvæða.

All­ir sam­starfs­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­ar­stjórn mæl­ast minni nú en þeirri síðustu. Fylgi Pírata er núna 11–12% en var 16–17% í mæl­ingu Maskínu í mars sl. Fylgið nú er þó meira en flokk­ur­inn upp­skar í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um þegar Pírat­ar hlutu tæp­lega 8% at­kvæða. Viðreisn mæl­ist 2–3 pró­sentu­stig­um minni en síðast og er núna und­ir kjör­fylgi eða tæp­lega 6%. Vinstri græn gef­ur tals­vert eft­ir frá síðustu mæl­ingu og er nú með 4–5% fylgi sem er svipað því sem flokk­ur­inn fékk í síðustu kosn­ing­um. Í síðustu mæl­ingu Maskínu var VG með 8% fylgi.

Sósí­al­ista­flokk­ur­inn hef­ur ekki mælst stærri í mæl­ing­um Maskínu frá síðustu kosn­ing­um en nú er flokk­ur­inn með 8–9% fylgi. Það er tveim­ur pró­sentu­stig­um meira en flokk­ur­inn upp­skar í síðustu kosn­ing­um.

Þess­ar niður­stöður sýna að tæp­lega 4% Reyk­vík­inga myndu kjósa Flokk fólks­ins í kosn­ing­un­um í maí næst­kom­andi. Það er minna fylgi en flokk­ur­inn mæld­ist með í síðustu Maskínu­könn­un þegar rétt um 6% sögðust ætla sér að kjósa flokk­inn. Miðflokk­ur­inn hef­ur aldrei mælst minni en nú er hann með inn­an við 1% fylgi.

Könn­un­in var lögð fyr­ir Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhóp­ur fólks (e. panel) sem dreg­inn er með til­vilj­un úr Þjóðskrá, á net­inu. Alls voru svar­end­ur 828, en þeir eru á aldr­in­um 18 ára og eldri og bú­sett­ir í Reykja­vík. Könn­un­in fór fram 22. til 29. mars 2022.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert