Yngsti borgarfulltrúinn: „Þetta er ákall um breytingar“

Magnea Gná er yngsti borgarfulltrúinn.
Magnea Gná er yngsti borgarfulltrúinn. Eggert Jóhannesson

„Það er ótrú­lega skemmti­legt. Þetta er ákall um breyt­ing­ar og seg­ir okk­ur að fólk treysti ungu fólki þar sem það er að kjósa lista með ungu fólki í efstu sæt­un­um.“

Þetta seg­ir Magnea Gná Jó­hanns­dótt­ir, nýr borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is er blaðamaður spurði hana hvernig væri að vera orðinn yngsti borg­ar­full­trú­inn. Magnea er 25 ára göm­ul.

„Maður var auðvitað ekki endi­lega að bú­ast við þessu. Við erum að fara úr núll borg­ar­full­trú­um í fjóra. Það er gíf­ur­leg­ur mun­ur en ég er mjög þakk­lát og hlakka til að vinna í þágu borg­ar­búa,“ bæt­ir Magnea við.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert