Reksturinn hófst í blokkaríbúð í Breiðholti

Skúli Jóhann Björnsson, eigandi Sportís.
Skúli Jóhann Björnsson, eigandi Sportís. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útivistar-, íþrótta- og lífstílsverslunin Sportís er rótgróin, fjölskyldurekin verslun og heildverslun í Skeifunni 11. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 40 ár og verið leiðandi í innflutningi og sölu á hágæða vörumerkjum á sviði útivistar og íþrótta.

„Við hjónin byrjuðum þetta í lítilli blokkaríbúð í Breiðholti fyrir 40 árum,“ segir Skúli Jóhann Björnsson sem á og rekur Sportís ehf ásamt eiginkonu sinni, Önnu Sigríði Garðarsdóttur.

Sportís var lengi vel eingöngu lítil heildverslun en að sögn Skúla hefur starfsemin breyst og stækkað með tíð og tíma.

„Vörumerki eins og L.A. Gear, O'NEILL, OshKosh B'Gosh barnafötin, Matinbleu krumpugallarnir og fleira sem margir muna eflaust eftir var alveg gríðarlega vinsælt hjá okkur,“ minnist Skúli.

Verslun Sportís er staðsett í Skeifunni 11 og er full …
Verslun Sportís er staðsett í Skeifunni 11 og er full af flottum og spennandi vörum fyrir alla fjölskylduna. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fyrir tveimur árum fluttum við úr Mörkinni og í stærra og betra húsnæði í Skeifunni 11. Verslunarrýmið sem við vorum í áður hafði svo gott sem sprungið utan af starfseminni,“ lýsir hann, enda vöruúrvalið af fjölbreyttu tagi og í takt við aukna aðsókn almennings í hreyfingu og útivist.

„Ísland er í sjálfu sér ekki stór markaður. Ef maður ætlar að ná árangri í rekstri er mikilvægt að vera með breitt og gott vöruúrval. Það er ekki síður mikilvægt að geta annað eftirspurn,“ bendir hann á og segir lagerstöðu hjá Sportís góða öllum stundum þar sem gætt er að því að allir litir og stærðir séu fáanlegar hverju sinni. 

„Þar sköpum við okkur sérstöðu. Þú þarft að einbeita þér að viðskiptavinunum og hans þörfum þegar þú ert í rekstri. Okkur hefur tekist það og verið svo lánsöm að eignast góðan og dyggan hóp viðskiptavina sem veit að hverju hann gengur þegar hann kemur til okkar. Það finnum við mjög sterkt í gegnum okkar viðskiptavini.“

Vönduð vörumerki eru einkennandi í Sportís.
Vönduð vörumerki eru einkennandi í Sportís. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vandað vöruúrval 

Sportís er þekkt fyrir frábært vöruúrval og hágæða vörumerki. Ber þar helst að nefna Asics, Canada Goose, Hoka, Casall, Kari Traa, D_b_, New Balance, Patagonia, Speedo og Reima, GoPro, Nukeproof, Sweet Protection, Giant, Nitrosnowboards, Volcom, Lobstersnowboards, Troy Lee designs, svo einhver séu nefnd.   

„Hjá okkur hefur alltaf verið lögð áhersla á að vera með vandaðar og góðar vörur frá þekktum vörumerkjum og það hefur lánast býsna vel að ná því fram,“ segir Skúli sem hefur kappkostað að veita viðskiptavinum Sportís framúrskarandi þjónustu og góðar vörur á hagstæðu verði. 

Skúli segir val á vörumerkjum einskorðast við gæði hvers og eins þeirra. 

Skúli segir ekkert lát vera á vinsældum á skóm frá …
Skúli segir ekkert lát vera á vinsældum á skóm frá Asics og Hoka. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Canada Goose er mjög virt merki alls staðar í heiminum og það fá færri en vilja. Við höfum verið þess heiðurs aðnjótandi að hafa selt það síðan 1994 og Casall höfum við verið með í sölu frá 1988. Þetta eru hágæða vörumerki sem hafa gengið vel í sölu hér á landi,“ segir hann og bendir á fleiri vinsæl merki sem fást í versluninni.

„Skórnir frá Hoka hafa slegið öll sölumet. Þeir hafa verið gríðarlega vinsælir og það fer ekkert dvínandi.“  Hann segir skóna frá Asics einnig vera mjög vinsæla en Asics er eitt elsta íþróttavörumerki heims.

Kuldi nýleg deild undir Sportís

Líkt og fram hefur komið flutti Sportís í stærra verslunarrými árið 2021. Versluninni var þá skipt upp í tvær deildir sem leggja mismunandi áherslur á vöruúrval og vörumerki. Sportís segir hann búa yfir fjölbreyttu úrvali af íþrótta- og lífstílsvörum á meðan Kuldi býður upp á allt fyrir útivistarævintýrin.

„Kuldi höfðar meira til reiðhjóla- og útivistarfólks sem vill vandaðan og góðan búnað í fjallahjólamennsku og á snjóbrettum segir Skúli og bætir við að Kuldi er ein örfárra verslana í heiminum sem selur vörumerkið Lobster, sem er vörumerki úr smiðju bræðranna Halldórs og Eiríks Helgasona, stærstu snjóbrettahetja sem Ísland hefur getið af sér.

„Þetta er nýtt og spennandi merki. Við erum stolt af því að vinna með jafn einstökum mönnum sem standa að baki þessu vörumerki og hafa helgað snjóbrettinu líf sitt.“ 

Sportís selur reiðhjól af öllum stærðum og gerðum.
Sportís selur reiðhjól af öllum stærðum og gerðum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný og notendavæn netverslun

Í síðasta mánuði leit ný og stórglæsileg vefverslun Sportís dagsins ljós. Skúli segir mikilvægt að verslanir búi yfir góðri og notendavænni vefverslun til að auka þjónustigið.

„Netverslun hefur verið að aukast jafnt og þétt undanfarin ár. Með henni gefum við viðskiptavinum okkar tækifæri á að nálgast upplýsingar um vörur, skanna vöruúrval og verð áður en það kemur til okkar í verslunina til að skoða og máta og klára kaupin,“ segir hann.

Sportís og Kuldi bjóða upp á gott úrval af öllu …
Sportís og Kuldi bjóða upp á gott úrval af öllu sem tengist útivist og ævintýrum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mikil aukning á öllum stöðum hjá okkur, í vefverslun, heildversluninni og í versluninni sjálfri. Þetta er liður í því að bæta þjónustu við viðskiptavini okkar og ekki síst við landsbyggðina, auka vörumerkjavitund og svo margt annað,“ segir Skúli.

„Vefverslunin hefur langt því frá verið að taka eitthvað yfir líkt og margir óttuðust. Þetta helst allt í hendur og einfaldar viðskiptavinum aðgengi að þeim góðu vörum sem við höfum upp á að bjóða.“

Smelltu hér til að skoða nýja og glæsilega vefverslun Sportís.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert