„Við notum gervigreindina á mjög mörgum vígstöðvum. Við höfum til dæmis unnið fyrir hótel og smávöruverslanir og mótað fyrir þau þjónustufræðslu.“ Þannig byrjar Guðmundur Arnar Guðmundsson, stofnandi Akademias, á því að útskýra með hvaða hætti fræðslu- og þekkingarfyrirtæki eins og hans nýtir sér gervigreind í auknum mæli.