Gabriel Jesus, Mikel Merino og Gabriel Martinelli skoruðu mörk Arsenal þegar liðið hóf nýtt ár á 3:1-sigri gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Bryan Mbeumo kom heimamönnum í Brentford í forystu snemma leiks áður en Skytturnar sneru taflinu við og endurheimtu þannig annað sætið í deildinni.
Mark Mbeumos og Martinellis voru sérstaklega lagleg og má sjá svipmyndir úr leiknum í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.