mbl | sjónvarp

Tilfinningarnar báru þá ofurliði (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 26. maí | 16:09 
Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon voru tilfinningaríkir eftir að þeir urðu Evrópubikarmeistarar með Val eftir sigur á Olympiacos í vítakeppni í Aþenu í gærkvöldi.

Vignir Stefánsson og Magnús Óli Magnússon voru tilfinningaríkir eftir að þeir urðu Evrópubikarmeistarar með Val eftir sigur á Olympiacos í vítakeppni í Aþenu í gærkvöldi.

Eftir leik féllust þeir í faðma á vellinum og grétu í faðmi hvors annars. Þeir fögnuðu svo vel og innilega í kjölfarið eftir að Valsmenn fengu bikarinn afhentan.

Mbl.is var í Aþenu og tók myndskeið af augnabliki þeirra félaga sem sjá má hér fyrir ofan.

Loading