mbl | sjónvarp

Mörkin: Eitt af mörkum tímabilsins í London

ÍÞRÓTTIR  | 16. desember | 22:35 
Sebastian Haller skoraði eitt af mörkum tímabilsins þegar lið hans West Ham tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í London í kvöld.

Sebastian Haller skoraði eitt af mörkum tímabilsins þegar lið hans West Ham tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í London í kvöld.

Haller skoraði jöfnunarmark West Ham með stórkostlegri bakfallsspyrnu á 55. mínútu en leiknum lauk með 1:1-jafntefli.

Þá var Belginn Christian Benteke í aðalhlutverki hjá Crystal Palace en eftir að hann hafði komið Palace yfir á 34. mínútu fékk hann sitt annað gula spjald á 70. mínútu og þar með rautt.

Leikur West Ham og Crystal Palace var sýndur beint á Síminn Sport.

Loading