mbl | sjónvarp

Margrét Lára: Margir sem hafa tekið hann af lífi

ÍÞRÓTTIR  | 29. október | 14:30 
„Mögulega hefði hann getað verið kominn í betri hjálparvörn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um stórleik Arsenal og Liverpool í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem fram fór á sunnudaginn síðasta í Lundúnum.

„Mögulega hefði hann getað verið kominn í betri hjálparvörn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um stórleik Arsenal og Liverpool í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem fram fór á sunnudaginn síðasta í Lundúnum.

Leiknum lauk með 2:2-jafntefli en Bukayo Saka kom Arsenal yfir strax á 10. mínútu eftir frábært einstaklingsframtak.

„Það eru margir sem hafa tekið hann af lífi, eftir þetta atvik, en Robertson er að hlaupa á eftir Saka allan tímann,“ sagði Margrét Lára.

„Hann er ekki í neinni varnarstöðu en Saka gerir þetta á sama tíma ofboðslega vel. Það sem var verst við þetta mark var hversu einfalt það var fyrir Arsenal að koma með einn langan bolta fram völlinn,“ sagði Margrét Lára.

https://www.mbl.is/sport/enski/2024/10/27/jafntefli_i_storleiknum/

Enski boltinn
Loading