mbl | sjónvarp

Eiður Smári: Sorglegt að horfa upp á þetta

ÍÞRÓTTIR  | 29. október | 14:49 
„Getum við ekki sagt sem svo að hann hafi haldið starfinu af því að hann vann bikarinn með liðið í vor,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um brottrekstur hollenska knattspyrnustjórans Eriks ten Hags frá Mancehster United.

„Getum við ekki sagt sem svo að hann hafi haldið starfinu af því að hann vann bikarinn með liðið í vor,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um brottrekstur hollenska knattspyrnustjórans Eriks ten Hags frá Mancehster United.

United tapaði fyrir West Ham, 2:1, í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum á sunnudaginn og var ten Hag svo sagt upp störfum degi síðar, á mánudeginum.

„Það verður að hrósa stjórn United hrós fyrir það að ákveða að halda honum og þeir bakka hann líka upp þegar kemur að leikmannakaupum liðsins í sumar,“ sagði Eiður Smári.

„Það er sorglegt að horfa upp á þetta, þá stöðu sem United er í á töflunni. Að sjá United í 14. sæti, þetta á ekki að vera svona,“ sagði Eiður Smári meðal annars.

https://www.mbl.is/sport/enski/2024/10/28/erik_ten_hag_rekinn/

Enski boltinn

Mest skoðað

Loading