„Getum við ekki sagt sem svo að hann hafi haldið starfinu af því að hann vann bikarinn með liðið í vor,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Síminn Sport þegar rætt var um brottrekstur hollenska knattspyrnustjórans Eriks ten Hags frá Mancehster United.
United tapaði fyrir West Ham, 2:1, í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í Lundúnum á sunnudaginn og var ten Hag svo sagt upp störfum degi síðar, á mánudeginum.
„Það verður að hrósa stjórn United hrós fyrir það að ákveða að halda honum og þeir bakka hann líka upp þegar kemur að leikmannakaupum liðsins í sumar,“ sagði Eiður Smári.
„Það er sorglegt að horfa upp á þetta, þá stöðu sem United er í á töflunni. Að sjá United í 14. sæti, þetta á ekki að vera svona,“ sagði Eiður Smári meðal annars.
https://www.mbl.is/sport/enski/2024/10/28/erik_ten_hag_rekinn/