mbl | sjónvarp

Markaveisla í Lundúnum (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 14. janúar | 22:40 
Fulham gaf West Ham United tvö mörk og Alex Iwobi skoraði tvívegis beint úr fyrirgjöfum þegar West Ham vann 3:2 í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Fulham gaf West Ham United tvö mörk og Alex Iwobi skoraði tvívegis beint úr fyrirgjöfum þegar West Ham vann 3:2 í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Carlos Soler skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins eftir slæma sendingu Andreas Pereira til hliðar og Tomás Soucek tvöfaldaði forystu Hamranna.

Iwobi minnkaði muninn áður en Bernd Leno í marki Fulham gerði skelfileg mistök og færði Lucas Paquetá mark á silfurfati. Iwobi minnkaði svo aftur muninn en þar við sat.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.

Enski boltinn
Loading