„Mér fannst Rasmus Höjlund einhvern veginn alls ekki vera að finna sig,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir í Vellinum á Símanum Sport í gærkvöldi.
Fulham er auðvitað með mikið sjálfstraust. Þeir vilja halda í boltann.
Þegar United er að vinna boltann þá verðurðu að hafa einhvern sterkan upphafspunkt sem getur haldið í boltann, dreift spilinu og leyft liðinu að koma aðeins framar á völlinn. Sóknarlega fannst mér vanta flæði í United-liðið.
Ég vil ekki skella skuldinni bara á Rasmus Höjlund en mér fannst hann alls ekki finna sig. Þegar breytingarnar voru gerðar breyttist ekki mikið en þetta er eitthvað sem verður að vera í betra standi hjá United,“ bætti Margrét Lára.
Umræðu um Manchester United eftir 1:0-sigur á Fulham í gær má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.