mbl | sjónvarp

Borgin mun kaupa gengisvarnir

INNLENT  | 18. júní | 10:55 
Reykjavíkurborg mun kaupa gengisvarnir gagnvart hluta af risaláni sem borgarsjóður hefur sótt til Þróunarbanka Evrópuráðsins. Dagur B. Eggertsson segir fjárhagsstöðu borgarinnar góða.

Frá árinu 2019 hafa skuldir Reykjavíkurborgar (A-hluta) aukist um 60%. Þriggja mánaða uppgjör borgarinnar fyrir fyrstu mánuði þessa árs sýnir að staðan er mun alvarlegri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

mbl.is

Á sama tíma eru skammtímalán Reykjavíkurborgar í bankakerfinu í botni og henni hefur reynst mjög örðugt síðustu mánuði að sækja sér aukið lánsfé með skuldabréfaútgáfu. Segir Dagur að skýringanna á hrakförum borgarinnar á skuldabréfamarkaði megi helst rekja til mikillar lánsfjárþarfar ríkissjóðs sjálfs, sem ausi miklu fé af þeim markaði.

 

Risalán í evrum

Dagur B. Eggertsson er spurður út í þessa grafalvarlegu stöðu í nýjasta þætti Spursmála.

Þar er hann einnig spurður út í nýja bókun endurskoðunarnefndar borgarinnar þar sem lagðar eru fram spurningar í tengslum við nýja lántöku borgarsjóðs hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins en tilkynnt var um það nýverið að borgin hefði slegið lán upp á 100 milljónir evra, jafnvirði 15 milljarða króna.

mbl.is

Tvær spurningar og áleitnar

Endurskoðunarnefndin varpar fram þeim spurningum af hverju ekki hafi verið leitast við að fjármagna áframhaldandi skuldsetningu borgarinnar á innlendum lánamarkaði og eins hvort gripið yrði til aðgerða til þess að verja borgina fyrir mögulegum gengissveiflum í ljósi þess að lánið er í evrum en borgin hefur engar tekju í þeim gjaldmiðli.

mbl.is

Í viðtalinu í Spursmálum upplýsir Dagur að borgin stefni á að kaupa gengisvarnir vegna lánsins. Það verði þó aldrei gagnvart heildarlánsfjárhæðinni heldur hluta hennar.

Viðtalið við Dag má sjá og heyra í heild sinni hér:

 



Loading