mbl | sjónvarp

Spursmál: Hvert stefnir hugur Þorgerðar?

INNLENT  | 19. nóvember | 15:28 
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er nýjasti gestur Spursmála. Þar verður hún meðal annars spurð út í fullyrðingar frambjóðenda flokksins þess efnis að flokkurinn geri aðildarviðræður að ESB að skilyrði.

Nýjasti gestur Spursmála er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Í þættinum var hún meðal annars spurð út í fullyrðingar frambjóðenda flokksins þess efnis að flokkurinn geri aðildarviðræður að ESB að skilyrði.

Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube.

Fylgið fer með himinskautum

Flokkur Þorgerðar Katrínar fer mikinn í skoðanakönnunum þessa dagana og margt sem bendir til þess að hún verði í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum þann 30. nóvember næstkomandi. Hvert stefnir hugur hennar?

Það kemur allt í ljós í þessum 49. þætti Spursmála.

Hverjar eru líkurnar?

Í þættinum var einnig rætt við Brynjólf Gauta Guðrúnar Jónsson, doktorsnema í tölfræði við Háskóla Íslands, en hann hefur í félagi við nokkra samstarfsmenn komið upp kosningaspálíkani á heimasíðunni www.metill.is. Þar er spáð fyrir um hvernig kosningarnar muni fara.

Honum til fulltingis í þættinum var Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði. Rýndi hann meðal annars í tölfræðina frá Brynjólfi og fór yfir stöðuna í stjórnmálunum almennt.

Ekki missa af upplýsandi og spennandi kosningaumræðu í Spursmálum hér á mbl.is klukkan 14 alla þriðjudaga og föstudaga fram að kosningum.

Þættir

Leikskólamál og biðlistar
21. nóvember 2024
Jafnlaunavottun
21. nóvember 2024
Húsnæðismálin
21. nóvember 2024
ESB er ekki markmiðið
20. nóvember 2024
Jarðefnaeldsneyti
20. nóvember 2024
Íslenski draumurinn
19. nóvember 2024
Þrír flokkar skera sig úr
19. nóvember 2024
Viðreisn í mikilli sókn
18. nóvember 2024
Búvörusamningar
17. nóvember 2024
Spursmál: Fleiri þættir
Loading