Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi á Selfossi um klukkan fjögur í nótt. Einn var fluttur til Reykjavíkur til aðhlynningar. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira
„Við fáum daglega tilkynningar um umferðaróhöpp af einhverju tagi,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Skólabíll og bílaleigubíll rákust saman á einbreiðri brú skammt norðan við Geysi í gær. Bílstjóri skólabílsins sagði það algenga sjón á þessum árstíma að sjá bíla utan vegar. Meira
Hamar hafði betur gegn Vestra, 109:108 í framlengdum leik er liðin mættust í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Allir fjórir leikhlutarnir voru hnífjafnir og kom það lítið á óvart að staðan var jöfn í venjulegum leiktíma, 98:98. Meira
Njarðvík náði í kvöld fjögurra stiga forskoti á toppi Dominos-deildar karla í körfuknattleik, en fjórir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Þór Þorlákshöfn og Stjarnan unnu þá bæði leiki sína eftir magnaðar endurkomur. Meira
Rannsókn á banaslysinu á brúnni Súlu yfir Núpsvötn þar sem tvær konur og eitt ungt barn létust stendur enn yfir. Bráðabirgðaniðurstöður réttarkrufninga liggja fyrir en rannsókn á bílnum stendur enn yfir. Meira
Rannsókn brunans á Selfossi í lok október á síðasta ári, sem kostaði tvær manneskjur lífið, er lokið og málsgögn eru kominn inn á borð héraðssaksóknara. Landsréttur staðfesti á fimmtudag í síðustu viku gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum. Meira
„Það að einhver hafi réttarstöðu grunaðs manns segir í rauninni ekkert annað en það að hann kunni að hafa með einhverjum hætti brotið gegn umferðarlögum þannig að hann hafi valdið mannsbana af gáleysi.“ Meira
Nú fyrir skemmstu var tekin skýrsla af ökumanni Toyota Land Cruiser-jeppans sem fór í gegnum vegrið á brúnni Súlu yfir Núpsvötn milli jóla og nýárs með þeim afleiðingum að tvær konur og eitt ungt barn létust. Áður hafði skýrsla verið tekin af farþeganum sem er jafnframt bróðir ökumannsins. Meira
Búið er að tala við annan bróðurinn sem var í Toyota Land Cruiser-jeppanum sem fór í gegnum vegrið á brúnni Súlu yfir Núpsvötn í fyrradag. Ekki hefur verið hægt að tala við hinn bróðurinn enn. Meira
Lögreglan á Suðurlandi bíður þess að ná tali af bræðrunum sem voru í bifreiðinni sem fór fram af brúnni við Núpsvötn í gær. Í bílnum voru bræðurnir tveir, eiginkonur þeirra og þrjú börn. Konurnar tvær létu lífið og ellefu mánaða ungabarn. Meira
Kranabíll er kominn á brúna yfir Núpsvötn og verður hann notaður til að hífa jeppa bresku fjölskyldunnar upp á brúna svo hægt sé að koma honum af vettvangi. Áfram verður lokað fyrir umferð á Suðurlandsvegi í báðar áttir á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira
Fjölnir jafnaði lið Vestra, Hamars og Hattar að stigum í 2.-5. sæti fyrstu deildar karla í körfubolta í kvöld með mikilvægum sigri á Vestra á heimavelli, 98:93. Hamar vann Sindra á Hornafirði, 104:98. Meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að karlmaður á sextugsaldri skuli sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Maðurinn er grunaður um aðild að eldsvoða í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október. Meira
Lögreglunni á Suðurlandi berast enn upplýsingar frá vitnum í tengslum við brunann í einbýlishúsi á Kirkjuvegi 18 á Selfossi í síðustu viku. Lögregla hefur tekið skýrslu af manni og konu sem grunuð eru um aðild að eldsvoðanum. Meira
Maðurinn sem er grunaður um hnífstunguárás í Þorlákshöfn á sunnudagskvöld hefur verið yfirheyrður einu sinni. Búist er við að önnur skýrsla verði tekin af honum á morgun. Meira
Karl og kona, sem handtekin voru í tengslum við brunann í einbýlishúsi á Kirkjuvegi 18 á Selfossi í síðustu viku, verða yfirheyrð í dag. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is. Meira
Ökumaður slasaðist í bílveltu á Suðurstrandarvegi, skammt frá Herdísarvík, á áttunda tímanum í morgun. Meira
Kæra gæsluvarðhaldsúrskurðar vegna brunans í einbýlishúsi við Kirkjuveg 18 á Selfossi síðastliðinn miðvikudag hefur engin áhrif á rannsókn málsins. Þetta segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira
Konan sem handtekin var í tengslum við bruna í einbýlishúsi við Kirkjuveg 18 á Selfossi síðastliðinn miðvikudag, og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald, hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira
Fólkið sem handtekið var í tengslum við bruna í einbýlishúsi á Selfossi í fyrradag sætir einangrun í gæsluvarðhaldi til þess að koma í veg fyrir að það geti haft áhrif á rannsókn málsins. Skýrslur verða ekki teknar af fólkinu yfir helgina. Meira