Jólageitin er mætt fyrir utan IKEA. Geitin er orðinn fastagestur í Kauptúninu á þessum árstíma, þar sem hún stendur keik vaktina á hólnum sínum til áramóta. Jólageit IKEA hefur á þessum tíma þó ekki átt sjö dagana sæla, eins og mbl.is rifjaði upp í þessari frétt. Meira
Erfiðlega virðist ganga fyrir forsvarsmenn húsgagnaverslunarinnar Ikea að halda jólageit sinni á sínum stað. Í fyrra varð hún brennuvörgum að bráð og í ár er það móðir náttúra sem herjar á hana. Rafmagnsgirðingin sem sett var upp í ár mátti sín lítils þegar Kári feykti geitinni af stalli sínum. Meira
Jólageitin við IKEA hefur yfirleitt þurft að berjast fyrir lífi sínu. Þannig hefur hún tvisvar sinnum verið brennd, en slapp þriðja árið við bruna en laut í lægra haldi fyrir náttúruöflunum. Meira
Sænska jólageitin er mætt á sinn stað á hólinn í Kauptúninu við IKEA. Geitin er rúmlega sex metra há og prýdd mörg þúsund ljósum. Meira
Sænska jólageitin hjá IKEA í Garðabæ fékk heldur dapurleg örlög er skemmdarvargar kveiktu í henni. Nú er búið að setja aðra geit í hennar stað og sú er enn stæðilegri en sú fyrri. Meira
Jólageitin við Ikea í Kauptúni í Garðabæ fékk ekki að standa lengi þetta árið en kveikt var í geitinni um þrjúleytið í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er geitin gjörónýt. Meira
Hún er tignarleg að sjá sænska jólageitin sem vakir nú yfir Garðbæingum fyrir framan verslun IKEA í Kauptúni. Í Svíþjóð hefur myndast hefð fyrir því að brenna slíkar geitur en forsvarsmenn IKEA vonast til að jólageitin standi fram yfir jól og er hún vöktuð með öryggismyndavélum allan sólarhringinn. Meira
Búið er að setja upp sænsku jólageitina við verslun IKEA í Kauptúni í Garðabæ. Talsmenn fyrirtækisins segja að þetta sé þriðja sinn sem geitin, sem er sex metra há, er reist í Kauptúninu. Meira
Jólahafurinn í Gävle í Svíþjóð naut ekki tilverunnar lengi þetta árið. Um þrjúleytið í nótt var kveikt í hafrinum þar sem hann stóð á hallartorginu í Gävle, að sögn fréttavefjar GD.se. Meira
Ákveðnir menn liggja undir grun um að hafa kveikt í Gävle-jólageitinni sem stóð við verslun IKEA í Garðabæ í nótt. Enginn hefur þó verið handtekinn og engin játning liggur fyrir að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Tilkynnt var um eldinn á fjórða tímanum í nótt. Meira
Enn einu sinni stendur jólageit stolt á torgi í miðbæ Gävle í Svíþjóð og bíður jólanna. Torgið er þakið eftirlitsmyndavélum og búið er að úða geitina með sérstökum eldvarnarefnum, svo sterkum að hún er sögð þola eldsprengjuárás. Tilgangurinn er að koma í veg fyrir að geitin hljóti sömu örlög og margir forverar hennar, að vera brennd til kaldra kola. Meira
Jólageitin í Gävle í Svíþjóð náði mikilvægum áfanga þegar henni tókst að sleppa ómeidd frá árásum skemmdarvarga nú hátíðarnar. Geit úr stráum hefur verið reist á Slottstorginu í 40 ár og oftar en ekki hefur verið kveikt í henni fyrir jólin eða hún hefur lent í öðrum hremmingum. Meira
Jólageitin í Gävle í Svíþjóð náði mikilvægum áfanga þegar hún stóð enn keik á stalli sínum á Slottstorget eftir jóladag. Geit úr stráum hefur verið reist á torginu í 40 ár og oftar en ekki hefur verið kveikt í henni fyrir jólin eða hún hefur lent í öðrum hremmingum. Meira
Bæjaryfirvöld í sænska bænum Gävle segjast nú loks hafa séð við skemmdarvörgum, sem nánast á hverju ári hafa kveikt í risastórri jólageit sem kaupmenn hafa látið búa til úr stráum og reisa í miðbænum. Hefur sérstöku eldvarnaefni, sem venjulega er notað í flugvélasmíði, verið úðað á geitina og er því vonast til að hún fái að standa óáreitt yfir jólin. Það hefur aðeins gerst 10 sinnum frá því geitin var fyrst reist árið 1966. Meira
Brennuvargar kveiktu í jólageitinni í Gävle í Svíþjóð í nótt. Þessi jólageit, sem kaupmenn í borginni hafa reist ár hvert undanfarna áratugi, hefur aðeins tíu sinnum fengið að standa óáreitt yfir jólin frá árinu 1966. Árið 1976 lenti bíll á geitinni, árið 1997 kviknaði í henni út frá flugeldum og á árunum 1998-2001 var kveikt í geitinni. Brennuvargarnir hafa sjaldan náðst en árið 2001 kveikti 51 árs gamall Bandaríkjamaður í geitinni á Þorláksmessu. Hann náðist og sat 18 daga í fangelsi. Meira
Forverar hennar hafa verið brenndir með kveikjurum, eknir um koll og skotið hefur verið á þá flugeldum. En risavaxna jólageitin sem búin var til úr stráum og komið upp í Gävle í Svíþjóð fyrir jólin hefur sloppið við skemmdarverk og er það í fyrsta skiptið í fimm ár sem það gerist. Meira