PISA 2012 — stærðfræði
Svaraðu nokkrum spurningum úr stærðfræðihluta PISA 2012 og gáðu hvernig þú stendur miðað við íslenska tíundubekkinga.
(Athugið að sumum spurningum hefur verið breytt til að henta betur fyrir vefframsetningu. Sér í lagi hefur spurningum þar sem nemandinn átti að rita svar sitt verið breytt í krossaspurningar.)
Byrja- Spurning 1 af 10
1. Helena er nýbúin að eignast nýtt hjól. Það er með hraðamæli sem er festur á stýrið. Á hraðamælinum má sjá fjarlægðina sem hún hjólar og meðalhraðann í hverri ferð.
Í einni ferð hjólaði Helena 4 km á fyrstu 10 mínútunum og síðan 2 km næstu 5 mínúturnar. Hver af eftirfarandi staðhæfingum er rétt? - Spurning 2 af 10
2. Helena hjólaði 6 km að heimili frænku sinnar. Hraðamælirinn sýndi að hún var á 18 km/klst meðalhraða alla ferðina. Hver af eftirfarandi staðhæfingum er rétt?
- Spurning 3 af 10
3. Helena fór á hjólinu sínu að heiman niður að ánni sem er í 4 km fjarlægð. Það tók hana 9 mínútur. Hún hjólaði heim styttri leið sem er 3 km. Þetta tók hana aðeins 6 mínútur. Hver var meðalhraði Helenu í km/klst í ferðinni að ánni og til baka?
- Spurning 4 af 10
4. Fuji-fjall er frægt óvirkt eldfjall í Japan. Það er aðeins opið almenningi frá 1. júlí til 27. ágúst ár hvert. Um 200.000 manns klífa Fuji-fjall á þessu tímabili. Um það bil hve margir klífa Fuji-fjall á hverjum degi á tímabilinu?
- Spurning 5 af 10
5. Gönguslóðin Gotemba upp á Fuji-fjall er um það bil 9 km löng. Göngufólk þarf að koma til baka úr 18 km göngunni í síðasta lagi kl. 20:00. Toshi áætlar að hann geti gengið upp fjallið á hraðanum 1,5 km/klst að meðaltali, og niður á tvöföldum þeim hraða. (Þessi hraði innifelur einnig matarhlé og hvíldartíma). Miðað við áætlaðan hraða Toshis, hvenær getur hann lagt af stað í síðasta lagi svo að hann nái til baka kl. 20:00?
- Spurning 6 af 10
6. Toshi notaði skrefamæli til að telja skrefin á Gotemba-gönguslóðinni. Skrefamælirinn sýndi að hann hafði gengið 22.500 skref á leiðinni upp. Áætlaðu meðalskrefalengd hans á þessari 9 km löngu leið.
- Spurning 7 af 10
7.
Í hringhurð eru þrjú hurðarblöð sem snúast innan í hringlaga rými. Innra þvermál rýmisins er 2 metrar (200 cm). Hurðarblöðin þrjú skipta rýminu í þrjú jafn stór svæði. Teikningin sýnir hurðarblöðin á þremur mismunandi stöðum séð ofan frá. Hve stórt er hornið sem tvö hurðarblöð mynda, mælt í gráðum? - Spurning 8 af 10
8.
Hringhurðin fer 4 heila snúninga á mínútu. Það er pláss fyrir tvær manneskjur í hverju af hólfunum þremur. Hvað getur margt fólk að hámarki gengið um dyrnar inn í bygginguna á 30 mínútum? - Spurning 9 af 10
9.
Dyraopin tvö (punktabogarnir á myndinni) í hringhurðinni eru jafn stór. Hurðarblöðin þurfa að mynda lokað rými til að koma í veg fyrir óhindrað loftflæði inn eða út. Nú er þvermál innra rýmisins 2 m (200 cm). Hver getur lengd boganna í hvoru dyraopi þá verið að hámarki í sentimetrum (cm) þannig að loft blási aldrei auðveldlega í gegn? - Spurning 10 af 10
10.
Teikningarnar sýna ytri mál (í metrum) á bílskúr sem Grettir lét byggja fyrir sig. Þakklæðningin er sett saman úr tveimur eins rétthyrndum einingum. Hvert er heildarflatarmál þaksins?