Gríðarleg fjölgun netöryggisatvika í ár

Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðstjóri netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það sem af er þessu ári hef­ur skráðum netör­yggis­at­vik­um fjölgað um 60% frá því í fyrra, en það var einnig metár. Er fjöld­inn það sem af er ári þegar orðinn meiri en allt árið í fyrra. Þetta virðist vera í takti við fjölg­un slíkra mála hjá er­lend­um vinaþjóðum. Þetta seg­ir Guðmund­ur Arn­ar Sig­munds­son, sviðstjóri netör­ygg­is­sveit­ar­inn­ar CERT-ÍS.

Guðmund­ur seg­ir fjölg­un­ina ná yfir alla mála­flokka, en lang­flest til­vik­in heyra þó und­ir svindl og svind­l­pósta. Seg­ir hann mikla þróun hafa verið í fram­setn­ingu slíkra pósta und­an­farið, sem lík­lega megi að ein­hverju leyti rekja til gervi­greind­ar, en einnig er uppi grun­ur um að ein­hver inn­fædd­ur hafi aðstoðað net­glæpa­menn við að semja pósta.

Í fyrra var heild­ar­fjöldi netör­yggis­at­vika sem kom á borð CERT-ÍS sam­tals 700. Lang­flest mál, eða 422 þeirra tengd­ust svindli, en það eru svo­kallaðar net­veiðar þar sem reynt er að kom­ast yfir viðkvæm­ar upp­lýs­ing­ar eins og korta­núm­er eða lyk­il­orð. Á ensku hef­ur þetta verið kallað „phis­hing“. Fjölgaði heild­ar­mála­fjöld­an­um úr 598 árið áður, en þá voru svindl­mál­in 446. Árið þar á und­an, eða árið 2020, var heild­ar­fjöldi at­vika aðeins 266 og hafði þeim því fjölgað um 263% á tveim­ur árum.

Fjölg­un í öll­um mála­flokk­um

Guðmund­ur seg­ir við mbl.is að það sem af er þessu ári horfi CERT-ÍS á um 60% fjölg­un í það heila. Miðað við fjölda at­vika í fyrra þýðir það að heild­ar­fjöld­inn nú í sept­em­ber er kom­inn upp í um og jafn­vel yfir 800. Guðmund­ur seg­ir fjölg­un­ina eiga við um alla af þeim tíu und­ir­flokk­um sem stofn­un­in flokk­ar at­vik í. Auk svindls eru flokk­arn­ir: spillikóði, upp­lýs­inga­söfn­un, til­raun til yf­ir­töku, inn­brot, til­tæki­leiki, upp­lýs­inga­ör­yggi, veik­leik­ar, níðings­efni og annað.

Spurður hvað valdi þess­ari miklu aukn­ingu seg­ir Guðmund­ur að erfitt sé að segja ná­kvæm­lega til hér á landi þar sem áreiðan­leg gögn nái ekki mörg ár aft­ur í tím­ann. Þannig hafi hóp­ur­inn nú betri yf­ir­sýn yfir mála­flokk­inn og skrái mögu­lega fleiri mál en áður. Hins veg­ar seg­ir hann fjölg­un­ina ekki óvenju­lega þegar þær eru born­ar sam­an við töl­ur er­lend­is frá þar sem full­komn­ari upp­lýs­ing­ar um at­vika­fjölda ná lengra aft­ur.

Fjöldi netöryggisatvika sem komu á borð CERT-ÍS árið 2022.
Fjöldi netör­yggis­at­vika sem komu á borð CERT-ÍS árið 2022. Graf/​CERT-ÍS

Úr 2 í 13 starfs­menn á þrem­ur árum

CERT-ÍS er deild inn­an Fjar­skipta­stofu sem gegn­ir hlut­verki land­bund­ins ör­ygg­is- og viðbragðsteym­is vegna ógna, at­vika og áhættu sem varðar net- og upp­lýs­inga­ör­yggi. Þá stend­ur deild­in fyr­ir fyr­ir­byggj­andi aðgerðum eins og ráðgjöf, upp­lýs­inga­miðlun og út­gáfu leiðbein­inga, en Guðmund­ur nefn­ir einnig að búið sé að koma upp sex sviðshóp­um inn­an geira sem telj­ast rekstr­ar­lega mik­il­væg­ir sem hafi sam­starf sína á milli og við CERT-ÍS um viðbúnað og aðgerðir þegar kem­ur að netör­ygg­is­mál­um.

Að sögn Guðmund­ar hef­ur mikið upp­bygg­ing­ar­starf átt sér stað hjá CERT-ÍS und­an­far­in ár, en í hópn­um hef­ur fjölgað úr 1,5 til 2 starfs­mönn­um upp í 13 í dag og seg­ir hann að stefnt sé að því að fjölga í 15 inn­an skamms, en skort­ur á sér­hæfðu starfs­fólki ráði því að enn hafi ekki verið ráðið í stöðurn­ar. Deild­in hafi í raun farið að stækka mikið eft­ir inn­leiðingu lög­gjaf­ar árið 2020 með til­heyr­andi fjár­magni og sé stofn­un­in nú að ljúka þriggja ára upp­bygg­ing­ar­fasa til að geta staðið jafn­fæt­is sam­starfsaðilum er­lend­is.

Vilja byggja upp betra grein­ing­ar­starf

Guðmund­ur seg­ir að vel hafi gengið und­an­far­in ár hér á landi að byggja upp og verja upp­lýs­inga­kerfi. Stóra verk­efnið sem nú sé unnið að og sé fram und­an sé að byggja bet­ur upp grein­ing­ar­vinnu, en CERT-ÍS hef­ur hingað til notið góðs af sam­starfi við vin­veitt­ar þjóðir í slíkri vinnu. Nefn­ir hann sem dæmi að í tengsl­um við leiðtoga­fund­inn í Hörpu fyrr á ár­inu hafi er­lend CERT-teymi aðstoðað við grein­ing­ar­vinnu þeirra árása sem áttu sér þá stað. „Þetta er eitt­hvað sem við vilj­um byggja upp,“ seg­ir Guðmund­ur.

Fyrr­nefnd­ir sviðshóp­ar eru að sögn Guðmund­ar mjög mik­il­væg­ir í allri vinnu CERT-ÍS, en þar skipt­ast fyr­ir­tæki og stofn­an­ir í fjar­skipta­geir­an­um, fjár­málaþjón­ustu, orku- og um­hverf­is­mál­um, heil­brigðisþjón­ustu og í sam­göngu­geir­an­um á upp­lýs­ing­um um ógn­ir og viðbúnað við netárás­um. „Við fáum gíf­ur­legt magn upp­lýs­inga sem verða til beint út af örk­inni og fáum þess­ar upp­lýs­ing­ar þannig beint til okk­ar,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir hóp­inn einnig hafa yfir að búa tækj­um og tól­um sem greini árás­ir og ógn­ir í stóra sam­heng­inu, en að slík tæki og tól grípi ekki svika­pósta eða annað sem beint sé að ein­stak­ling­um.

Lang­flest til­felli netárása koma er­lend­is frá. Dæmi hafa þó verið um að ís­lensk­ar IP-töl­ur teng­ist ein­hverj­um til­fell­um. Guðmund­ur seg­ir hins veg­ar að eng­ar vís­bend­ing­ar séu uppi um að vís­vit­andi ásetn­ing­ur inn­lendra ein­stak­linga sé þar að baki og er frek­ar talið lík­legt að um sýkt­ar inn­lend­ar tölv­ur sé að ræða.

„Filter­inn er horf­inn“

Spjallið snýst að þeim fjölda svika­pósta sem flest­ir ís­lensk­ir net­not­end­ur hafa ekki farið var­hluta af und­an­farna mánuði og ár. Þannig hef­ur meðal ann­ars ít­rekað verið send­ur út svika­póst­ur eða -SMS í nafni Pósts­ins þar sem not­end­ur eru beðnir um að fara inn á falsk­ar síður eða gefa upp upp­lýs­ing­ar.

Guðmund­ur seg­ir að svo virðist vera sem svika­hrapp­ar sem noti þess­ar aðferðir hafi á heimsvísu mest beint aug­um sín­um að fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og póst­dreif­ing­ar­fyr­ir­tækj­um. Hann seg­ir ís­lensk­una í þess­um póst­um orðna mjög góða og að í nokk­urn tíma hafi verið upp grun­ur um að inn­fædd­ur Íslend­ing­ur væri að aðstoða við upp­setn­ingu svika­póst­anna. Guðmund­ur tek­ur þó fram að gervi­greind­ar­for­rit hafi á síðasta ári eða tveim­ur þró­ast það mikið að þau geti auðveldað mikið svik­a­starf­semi.

Netöryggissveitin CERT-ÍS starfar sem svið innan Fjarskiptastofu.
Netör­ygg­is­sveit­in CERT-ÍS starfar sem svið inn­an Fjar­skipta­stofu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Seg­ir hann að áður fyrr hafi ís­lensk­an lengi verið ákveðinn „filter“ á svik­a­starf­semi þar sem ekki hafi þótt til­raun­ar­inn­ar virði að herja á jafn lít­inn markað og hér. Þetta hafi held­ur bet­ur breyst. „Filter­inn er horf­inn og við þurf­um að vera mun meira á varðbergi en áður,“ seg­ir Guðmund­ur.

Nefn­ir hann sem dæmi að í ein­hverj­um til­fella þar sem þrjót­ar hafi reynt að fá fólk til að slá inn upp­lýs­ing­ar á síðum fyr­ir­tækja hafi ekki bara verið búið að af­rita síðuna, held­ur hafi einnig verið komið upp svo­kölluðum spjall­menn­um sem gátu gefið upp­lýs­ing­ar á ís­lensku.

Auka­skref sem get­ur sparað millj­ón­ir

Seg­ir hann að gamla tugg­an um heil­brigða tor­tryggni gildi og að ef ein­hver nálg­ist þig óvænt til að biðja þig um að ýta á hlekk, milli­færa ákveðna upp­hæð eða annað álíka, þá sé alltaf best að sann­reyna það með að t.d. hringja í viðkom­andi eða senda hon­um skila­boð eft­ir öðrum leiðum og fá staðfest­ingu á að góður hug­ur fylgi fyrri beiðni.

Seg­ir Guðmund­ur að þetta eigi bæði við um beiðnir til ein­stak­linga og þeirra sem vinni fyr­ir stærri fyr­ir­tæki eða stofn­an­ir. Þannig þurfi t.d. þeir sem sjái um stór­ar milli­færsl­ur að vera á varðbergi ef það komi beiðni sem virðist vera frá yf­ir­manni um óvænta greiðslu að at­huga hvort beiðnin sé 100% raun­veru­leg.

„Þetta er auka skref, en skref sem get­ur sparað ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um millj­ón­ir,“ seg­ir Guðmund­ur og bend­ir á að heild­artap ein­stak­linga hafi í fjölda til­vika hlaupið á millj­ón­um og end­ur­heimt­ur eru sjaldn­ast yfir 1%. Seg­ir hann upp­runa árás­anna vel fal­inn og að pen­inga­slóðin hverfi venju­lega í lönd­um þar sem erfitt sé að óska eft­ir ein­hvers kon­ar rétt­araðstoð.

Árás­um beint að starfs­mönn­um

Guðmund­ur seg­ir fyr­ir­tæki al­mennt nokkuð vel í stakk búin þegar komi að því að verja sig utan frá og tals­verðum upp­hæðum hafi verið varið í slík­ar varn­ir. Hætt­an hjá fyr­ir­tækj­um sé hins veg­ar að mestu mann­legi þátt­ur­inn þegar fyrr­nefnd­ar svika­árás­ir bein­ast í raun að því að koma óværu fyr­ir á tölvu starfs­manna og vera þannig kom­in inn fyr­ir varn­ir fyr­ir­tækja. „Við vit­um að það virk­ar vel að beina árás­um að ein­stak­ling­um sem vinna inn­an veggja fyr­ir­tækja um að opna til dæm­is ein­hvern hlekk.“

„Um leið og slík­ir hlekk­ir eru opnaðir er viðkom­andi kom­inn inn fyr­ir varn­irn­ar og þá er ógn­in oft sú að innri gögn eða upp­lýs­ing­ar eru tekn­ar í gagnagísl­ingu. Annað hvort er gögn­um læst eða reynt að kúga með hót­un um að op­in­bera upp­lýs­ing­ar,“ seg­ir Guðmund­ur. „Þá geta mögu­lega vik­ur eða mánuðir orðið fyr­ir bí.“

Póli­tísk­ar ákv­arðanir geta sett Ísland á kortið

Tals­vert var rætt um aukna ógn netárása í kring­um leiðtoga­fund­inn fyrr í ár og þegar á reyndi voru hóp­ar hliðholl­ir stjórn­völd­um í Rússlandi sem gerðu árás­ir meðan á fund­in­um stóð. Guðmund­ur seg­ir að stund­um séu póli­tísk­ir viðburðir sem setji Ísland á kortið og alla jafna komi þá fram aukn­ing í netárás­ar­tilraun­um. Þetta eigi oft­ast við þegar um um­deild­ar póli­tísk­ar ákv­arðanir sé að ræða og Ísland rati á heimskortið hjá þjóðum sem ákveðinn styr ríki um í alþjóða póli­tík­inni. Nefn­ir hann sem dæmi að þetta geti gerst þegar póli­tík­in teng­ist Rússlandi, Kína og Íran.

Hann seg­ir at­hygl­ina sem beind­ist að Íslandi vegna leiðtoga­fund­ar­ins hafa að mestu logn­ast út af.

Sam­starf Ísland við er­lenda CERT-hópa hef­ur að sögn Guðmund­ar að miklu leyti snú­ist um æf­ing­ar og að vera til staðar við grein­ing­ar­vinnu. „Með leiðtoga­fund­inn var mjög sterkt að vera með er­lenda koll­ega til­búna, þó það hafi ekki reynt mikið á, en vor­um með stuðning frá öfl­ug­ari CERT-hóp­um við grein­ing­ar­vinnu.“

Seg­ir Guðmund­ur að eitt af því já­kvæðasta sem hafi átt sér stað fyr­ir Ísland und­an­farið í netör­ygg­is­mál­um sé já­kvæð þróun í sam­starfi vinaþjóða. Það eigi við um æf­ing­ar, beint sam­starf og með að deila reynslu. Seg­ir hann þetta hjálpa ís­lensku sveit­inni mikið og að ný­leg reynsla af sam­eig­in­legri NATÓ-æf­ingu, þar sem CERT-ÍS fékk að starfa með sænsk­um koll­eg­um, hafi verið gríðarlega lær­dóms­rík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka