„Ég veiði líka litla fiska“

Nils Folmer með einn af 29 löxum sem hann hefur …
Nils Folmer með einn af 29 löxum sem hann hefur veitt á Íslandi og var lengri en 100 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend


Veiðimaður vik­unn­ar er stór­veiðimaður. Í orðsins fyllstu merk­ingu. Hann er dansk­ur og heit­ir Nils Fol­mer Jörgensen. Hann hef­ur veitt á Íslandi í sex­tán ár og tel­ur Ísland ein­fald­lega besta kost­inn þegar kem­ur að laxveiði í heim­in­um.

Hann er ný­bú­inn að upp­færa list­ann sinn yfir laxa sem hann hef­ur veitt á Íslandi og eru hundrað sentí­metr­ar eða lengri. Tal­an núna stend­ur í 29 löx­um og miðað við hvað hann á eft­ir að veiða í sum­ar gæti sú tala hækkað.

Nils hlaut sitt laxveiðiupp­eldi í Nor­egi en seg­ir að fisk­eldið sé meira og minna búið að stórskaða veiðina þar. Nils veiðir marg­ar ár á Íslandi. Laxá í Aðal­dal er í miklu upp­á­haldi hjá hon­um og skyldi eng­an undra því hann hef­ur landað mörg­um löx­um yfir hundrað sentí­metra á Nessvæðinu. Hann veiðir líka Vatns­dalsá, Hofsá og Víðidalsá svo ein­hverj­ar séu nefnd­ar.

Stærsti lax sem veiddist á Íslandi í fyrra. Nils með …
Stærsti lax sem veidd­ist á Íslandi í fyrra. Nils með 111 sentí­metra fisk úr Harðeyr­ar­streng í Víðidalsá. Ljós­mynd/​Jó­hann Hafn­fjörð

At­hygl­inni fylgja kost­ir og gall­ar

„Ég veiði líka litla fiska,“ seg­ir Nils í sam­tali við Sporðaköst og bros­ir. „At­hygl­in er hins veg­ar mest þegar maður veiðir þá stærstu og það er al­veg skilj­an­legt.“ Hon­um finnst al­veg nóg um at­hygl­ina og seg­ir að henni fylgi kost­ir gall­ar. „Ég hef al­veg heyrt ljótt um­tal um mig og alls kon­ar kjafta­sög­ur. En lang­flest­ir af þeim veiðimönn­um sem ég hef kynnst og um­gengst eru góðir vin­ir mín­ir hér á Íslandi.“

Fyrstu kynni hans af Íslandi voru um­fjall­an­ir í veiðitíma­rit­um og mynd­bönd sem hann sá úr Miðfjarðará og úr Laxá í Aðal­dal. „Ég kom í fyrsta skipti sum­arið 2002 til að veiða á Íslandi og nú veiði ég bara Atlants­haflax á Íslandi. Hér eru ein­fald­lega mestu gæðin þegar lax er ann­ars veg­ar. Íslend­ing­ar eru afar vin­gjarn­leg­ir og nátt­úr­an er ein­stök.“ Hann reyn­ir að verja öllu sumr­inu á Íslandi, frá miðjum júní fram í sept­em­ber. „Ég veiði mjög marga daga og er einnig í leiðsögn, en hef minnkað það. Þegar ég ræð mig í vinnu geri ég vinnu­veit­anda mín­um grein fyr­ir því að ég sé á Íslandi allt sum­arið. Það er bara þannig.“

Með einn stubb úr Hofsá. Já hann veiðir svoleiðis fiska …
Með einn stubb úr Hofsá. Já hann veiðir svo­leiðis fiska líka. Ljós­mynd/​Aðsend

Metið í Nesi

Það eru ekki marg­ir sem geta fetað í þín fót­spor þegar kem­ur að stór­laxi. Get­urðu gefið veiðimönn­um ráð um hvernig er hægt að auka lík­urn­ar á því að ná fiski yfir tutt­ugu pund eða hundrað sentí­metra?

„Það er margt sem spil­ar sam­an þarna. Mesta at­hygl­in er alltaf á stóru fisk­un­um. Eng­inn hef­ur áhuga á að heyra af litlu fisk­un­um. Ég veiði líka litla fiska. Til dæm­is sum­arið 2016 í Laxá í Aðal­dal þá veidd­ust ótrú­lega marg­ir fisk­ar hundrað sentí­metra lang­ir og stærri. Ég kom um miðjan júlí og gerði flotta veiði. Landaði nítj­án fisk­um á þrem­ur dög­um. Það var bara einn þeirra sem náði hundrað sentí­metr­um sem töl­fræðilega var mjög lé­legt þetta árið. Eng­inn talaði hins veg­ar um þenn­an fjölda. Svo kem­ur maður í sept­em­ber og veiðir fjóra fiska sem eru yfir hundrað sentí­metr­ar og þá allt í einu er mik­ill áhugi á því. Þeir voru 101, 104, 105 og 108 sentí­metr­ar. Ég held reynd­ar að það sé met í Nesi að landa á ein­um degi fjór­um löx­um yfir hundrað sentí­metra. En þetta var svaka­leg­ur dag­ur og túr sem gleym­ist aldrei. Ég landaði 27 löx­um í þeim túr og sam­tals voru sex yfir hundrað sentí­metr­ar.

Flugan Meridan sem Nils hefur verið að nota í sumar. …
Flug­an Mer­i­dan sem Nils hef­ur verið að nota í sum­ar. Væng­ur­inn er úr hár­um af ís­lensk­um hesti. Ljós­mynd/​Aðsend

En varðandi þessa stóru þá hef ég sjálf­ur verið að velta þessa fyr­ir mér, af hverju ég sé alltaf að rek­ast á stór­laxa. Ég er á þeirri skoðun að ég njóti ein­hverr­ar bless­un­ar frá æðri mátt­ar­völd­um í því sam­hengi. Auðvitað skipt­ir tækni og öll nálg­un máli í laxveiði og kannski ekki síst þegar kem­ur að stór­um fiski. Ég hef verið að leiðsegja fólki og skil mjög vel að sum­ir eiga í erfiðleik­um með að setja í þá stóru. Ef fólk er ekki góðir kast­ar­ar og splass­ar mikið í vatnið og not­ar stór­ar túp­ur og svera tauma þá verður þetta erfiðara.“

Hann seg­ir þetta snú­ast um að fara var­lega. „Þetta er kannski svipað og ef þú ætl­ar að veiða hrein­dýr, þá þarftu að læðast. Þarft að vera nán­ast ósýni­leg­ur.“

Hann seg­ir fleira koma til. Lík­urn­ar aukast eft­ir því sem veiðimaður­inn þekk­ir ána bet­ur og veit hvar helst er stór­laxa­von. Svo eru veiðistaðir mis­jafn­lega erfiðir, það er að segja til að fá lax­inn til að taka. En hann elsk­ar slíka veiðistaði og áskor­un­ina sem þeir eru.

Tækn­in skipt­ir miklu máli

Þegar þú nálg­ast stað þar sem þú veist að stór­lax held­ur sig. Hvernig berðu þig að?

„Ég hef alltaf frá því ég byrjaði að veiða hugsað mikið um tækn­ina. Ég set ekki bara ein­hverja flugu und­ir og kasta. Ég fer mjög vand­lega yfir allt sem ég ætla að gera. Þegar ég nálg­ast hyl þar sem ég veit að get­ur verið risa­fisk­ur þá huga ég að mörgu. Marg­ir hafa spurt mig út í þetta og það hef­ur fengið mig til að hugsa um það. Ég vanda valið á flug­unni og vanda köst­in og það skipt­ir miklu máli hvernig maður legg­ur flug­una fyr­ir hann.“

Mer­i­dan ný fluga og fyrsti kost­ur

Á þess­um tíma árs, síðsum­ars, er ein­hver ein fluga fyrsti kost­ur?

„Í sum­ar er það ný fluga sem ég hef verið að nota, Mer­i­dan kalla ég hana. Væng­ur­inn er úr ís­lensk­um hesti og sama má segja með Radi­an. Mér finnst það efni virka mun bet­ur en ref­ur. Við höf­um prófað Mer­i­dan í Nesi í sum­ar á dög­um þar sem ekk­ert var að ger­ast og það hef­ur virkað flott.“

Hann seg­ir Nessvæðið frá­bær­an stað til að prófa flug­ur. Það hafi verið mjög mik­il áskor­un að veiða svæðið í sum­ar. „Maður ger­ir ein mis­tök og splass­ar vatnið og þá er mögu­leik­inn far­inn. Þetta er það viðkvæmt.“

Hann seg­ist hafa séð fólk þrákasta á laxa og prófa alls kon­ar flug­ur, en fyrsta kastið hafi þegar eyðilagt staðinn. Þá skipti ekki máli hvaða fluga fari und­ir. Fisk­ur­inn tek­ur ekki eft­ir að búið er að berja staðinn með gusu­gangi.

Nokkr­ar flug­ur eft­ir Nils eru vel þekkt­ar meðal veiðimanna. Þar má nefnda Ernu, Aut­umn Hooker, Radi­an og marg­ar fleiri. Hann hef­ur sjálf­ur veitt á þess­ar flug­ur í mörg­um ís­lensk­um ám en finnst alltaf að Nessvæðið í Aðal­dal sé besta til­rauna­stof­an.

Ævin­týrið í Víðidal

„Ég á tvo túra eft­ir. Það er Vatns­dal­ur og Víðidal­ur. Ég elska þess­ar ár og þó að það sé treg veiði þar þá er maður að leita að stór­um fiski. Ég gleymi aldrei síðasta morgn­in­um okk­ar þar í fyrra. Ég var að veiða með Jó­hanni Hafn­fjörð leigu­taka og við vor­um á neðsta svæðinu. Þar eru tveir þekkt­ir stór­laxastaðir, Harðeyr­ar­streng­ur og Dals­árós. Ég landaði fal­legri tveggja ára hrygnu sem var 85 sentí­metr­ar. Jói var alltaf tala um stór­an fisk í Dals­árósi svo við fór­um þangað. Ég setti í 106 sentí­metra lax og landaði. Við vor­um al­sæl­ir. Þetta var stærsti fisk­ur­inn úr ánni það sum­arið. Svo ákváðum við að enda í Harðeyr­ar­strengn­um. Þá setti ég fljót­lega í risalax og það voru mik­il átök en Jói náði að háfa hann og þetta reynd­ist 111 sentí­metra lax og sá stærsti sem veidd­ist á Íslandi það sum­arið.“ Nils ljóm­ar þegar hann tal­ar um þetta æv­in­týri. „Það var eins gott að Jói var með mér, ann­ars hefði eng­inn trúað mér,“ og aft­ur bros­ir Nils. Svo verður spenn­andi að sjá hvað sá danski ger­ir í stór­laxa­án­um í Húnaþingi síðar í mánuðinum. Þar hef­ur verið mjög erfitt sum­ar. En sum­ir njóta meiri bless­un­ar en aðrir. Það kem­ur í ljós síðar.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert