Veiðihornið opnar tvær í einni á netinu

Þau hafa efni á að brosa breitt Veiðihornshjónin, Ólafur og …
Þau hafa efni á að brosa breitt Veiðihornshjónin, Ólafur og María. Vefverslunin er að fara í loftið í dag eftir mikla vinnu. Boðið er upp á tvær verslanir í einni. Ljósmynd/Veiðihornið

Tvöföld vefverslun Veiðihornsins í Síðumúla fer í loftið í dag. Mikil vinna er að baki enda er bæði um að ræða skotveiðiverslun og stangveiðiverslun. „Já, þetta eru tvær veiðibúðir í einni,“ sagði Ólafur Vigfússon í morgunsárið þegar var verið að gera allt klárt fyrir opna nýju vefverslunina.

„Vöruúrvalið er orðið þokkalegt en á eftir að aukast gríðarlega því næstu daga, vikur og mánuði bætum við daglega við vörum og vörulýsingum.“

Eru þið að bjóða fría heimsendingu? 

„Ekkert er frítt í þessum heimi og því finnst okkur þessi frasi vera villandi hjá mörgum netverslunum.  Við höfum tekið ákvörðun um að borga flutningskostnað allra pantana yfir tíu þúsund krónur á næsta pósthús við viðskiptavin.  Þar teljum við að við komum til móts við alla viðskiptavini okkar á landsbyggðinni sem sitja nú við sama borð og viðskiptavinir á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar verð.  Þannig sendum við vörur á borð við stóra, þunga byssuskápa út á land án viðbótarkostnaðar fyrir viðskiptavin. Markmiðið er að allar sendingar séu afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag,“

Óli og María í Veiðihorninu eru í hátíðarskapi, þegar þetta stóra skref er stigið að þriðja kynslóð vefsíðu Veiðihornsins er hleypt af stokkunum. Þau ætla að efna til happdrættis fram til jóla. Vikulega verður dregið úr þeim nöfnum sem þegar hafa skráð sig á póstlista Veiðihornsins

„Við ætlum að draga vikulega til jóla eitt nafn úr póstlistanum og fær sá glaðning frá Veiðihorninu.  Það borgar sig því að skrá sig strax á listann.  Síðustu viku fyrir jól verður einn stór vinningur dreginn út.  Vinningshafa verður getið vikulega einmitt með pósti til þeirra sem þegar hafa skráð sig.  Við segjum frekar frá vikulegum vinningum og stóra vinningnum síðar,“ sagði Ólafur.

„Við munum gera fluguhnýtingum góð skil.  Nú þegar er farið að sjást í verkfæri og væsa til hnýtinga og stutt er í að úrval af fluguhnýtingakrókum og efni verði með því besta sem þekkist.

Eitt sem veiðimenn og aðstandendur þeirra ættu að hafa í huga. Það hefur verið áberandi í fréttum undanfarið að kaupmenn eru farnir að velta fyrir sér hugsanlegum vöruskorti í náinni framtíð.  Kórónufaraldurinn hefur raskað framleiðslu og flutningsleiðum um allan heim.  Við erum farin að sjá þetta hjá sumum birgjum okkar án þess að nein teljandi vandræði hafi hlotist af.   Það má þó reikna með því að næsta sumar og jafnvel strax fyrir jólin verði vart við hiksta í vöruframboði, jafnt í okkar geira sem allri almennri verslun.  Það er því ekki úr vegi að hvetja fólk að gera jólainnkaupin fyrr en vanalega því íslendingar eru ekki vanir því að vörur séu uppseldar mánuðum saman.“

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta 
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert