Kursk spennandi í haustveiðina

Kursk Frances. Þessar eru öðruvísi og sökkva hratt.
Kursk Frances. Þessar eru öðruvísi og sökkva hratt. Ljósmynd/Veiðihornið

Haust­veiðin kall­ar oft á breytt­ar áhersl­ur í veiðinni. Með kóln­andi veðri fylg­ir oft töku­leysi og lax­inn er bú­inn að sjá flest­ar flug­ur og það oft. Hann er lagst­ur og far­inn að huga að hrygn­ingu. Það er við þess­ar aðstæður sem oft þarf að taka fram þunga­vopn­in. Við leituðum í smiðju Ólafs Vig­fús­son­ar í Veiðihorn­inu sem oft hef­ur gefið ráð um flug­ur fyr­ir les­end­ur Sporðak­asta.

„Haustið er oft tími þungu túb­anna. Þegar kólna fer og fisk­ur leggst er oft þörf á því að koma flug­um djúpt og hratt niður til hans. Oft hjálp­ar það líka til að nota öðru­vísi flug­ur en þær sem búið er að sýna hon­um svo oft áður. Ég vil nefna til sög­unn­ar Kursk Frances, sagði Óli í sam­tali við Sporðaköst.

Kursk Frances eru þræddar eins og gárutúbur. Óli mælir með …
Kursk Frances eru þræddar eins og gárutúbur. Óli mælir með því að nota taumaefni sem þolir mikið hnjask. Ljósmynd/Veiðihornið

Hvernig er þessi frá­brugðin?

„Kursk túbu­haus­inn er frá­brugðinn öðrum að mörgu leiti. Kursk tungsten túb­ur eru mun þyngri en flest­ar aðrar en það sem sker Kursk túburn­ar frá öll­um öðrum er það að túb­an er ekki þrædd að fram­an líkt og hefðbundn­ar þung­ar túb­ur held­ur er taum­ur­inn þrædd­ur inn um hlið hauss­ins líkt og á gárutúb­um. Þetta ger­ir það að verk­um að túb­an hreyf­ist með allt öðrum hætti í vatni en all­ar aðrar túb­ur. Kursk Francestúb­ur hafa verið í leyni­hólf­um nokk­urra veiðimanna hér á landi í ár og í fyrra­haust og hafa heyrst marg­ar ótrú­leg­ar sög­ur af afla­brögðum þeirra.

Best er að nota stíft tauma­efni sem þolir mikið hnjask og nún­ing eins og Max­ima Chameleon sem sannað hef­ur sig í ára­tugi. Nú þegar haustið er komið ættu all­ir veiðimenn sem eru á leið í síðustu túr­ana í sjó­birt­ing og lax að eiga nokkr­ar Kursk Francestúb­ur í boxum sín­um. Það er nóg eft­ir, meira en mánuður er eft­ir af veiðitím­an­um.“

Þó svo að marg­ar laxveiðiár séu að loka þessa dag­ana er víða veitt langt fram í októ­ber. Gild­ir það bæði í ám sem byggja á seiðaslepp­ing­um og einnig sjó­birt­ings­án­um. Þannig er veitt í Rangán­um báðum fram til 20 októ­ber og einnig í Affalli, Þverá og Skógá svo ein­hverj­ar séu nefnd­ar.

Veiðihornið er sam­starfsaðili Sporðak­asta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert