Eldislaxar í Borgarfirði og á Mýrum

Eldislaxinn sem veiddist í morgun í Hítará. Skúli Kristinsson veiddi …
Eldislaxinn sem veiddist í morgun í Hítará. Skúli Kristinsson veiddi laxinn á Sunray. Það leynir sér ekki hvers konar fiskur þetta er. Nú eru eldislaxarnir komnir suður fyrir Snæfellsnes. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Umhverfisslysið sem nú er staðfest, Þar sem hundruð eldislaxa ganga í laxveiðiár um allt land heldur áfram að versna. Fram til þessa hafa laxar úr strokinu frá Arctic Fish ekki veiðst sunnan Snæfellsness. 

Nú eru þessar fiskar komnir í Borgarfjörðinn og á Mýrarnar. Fiskur með eldiseinkenni veiddist í Hítará í morgun. Eftir er að greina fiskinn en útlitið er það sama og á vel yfir tvö hundruð slíkum sem þegar hafa veiðst innan um villta laxa. Þá hefur einn veiðst í Álftá á Mýrum og einnig fékkst fiskur í Hraunsá sem fellur í Hvítá í Borgarfirði. En í Hvítá renna, Norðurá, Þverá og Grímsá. Þetta er enn eitt áfallið í þessu máli.

Haraldur Eiríksson leigutaki Hítarár var að ná í klakfisk í Hítará í morgun ásamt Skúla Kristinssyni leiðsögumanni. Hrogn úr klakfiskinum eru grafin fyrir ofan skriðuna sem féll sumarið 2018.

Hítarárlaxinn. Það sem meira er að hann er líka kominn …
Hítarárlaxinn. Það sem meira er að hann er líka kominn í Borgarfjörðinn. Einn af þessum strokulöxum veiddist í hliðará Hvítár. Þetta er enn eitt áfallið í kjölfar umhverfisslyssins. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Þeir félagar voru að sækja hrygnur í Langadrátt þegar Halli nefndi við Skúla að rétt væri að kasta yfir Breiðina þar sem göngufiskur stoppar gjarnan. Hugsunin var að kanna hvort eldisfiskur væri mögulega á ferðinni. Skúli gerði það og fljótlega tók silfurbjört hrygna Sunrayinn. Þeir vissu báðir hvað þetta þýddi.

Hrygnan var hauslítil, þykk, silfurbjört, uggatætt og með gulbrúnan lit á tálknbörðum. „Þetta er sending frá þessum sjókvíaeldisfyrirtækjum í boði Einars K. Guðfinnssonar og félaga. Þeirra verður minnst fyrir að ganga af villta íslenska laxinum dauðum.

Eldislax sem veiddist í síðustu viku í Álftá á Mýrum. …
Eldislax sem veiddist í síðustu viku í Álftá á Mýrum. Þessar upplýsingar um eldislaxa svo sunnarlega breyta heildarmyndinni í þessu máli. Allar laxveiðiár eru nú undir. Ljósmynd/Aðsend

Ef að forveri minn hér við Hítará, Jóhannes á Borg hefði upplifað þetta þá hefði hann ekki hent í einhverja facebookfærslu. Hann hefði látið verkin tala og heimsótt menn,“ sagði Haraldur Eiríksson í samtali við Sporðaköst skömmu eftir að þeir félagar höfðu landað laxinum.

„Nú þarf maður að fara að fylgjast með Kjósinni. Væntanlega er hann á leiðinni þangað líka,“ dæsti Haraldur en hann er líka leigutaki að Laxá í Kjós.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert