Aðeins tíu ár með lax á stöng á dag

Gísli Ásgeirssonmeð nýgenginn lax úr Hofsá í sumar. Selá og …
Gísli Ásgeirssonmeð nýgenginn lax úr Hofsá í sumar. Selá og Hofsá gáfu bestu veiðina í sumar. Voru einu tvær árnar sem voru með hlutfallið tveir laxar á stöng á dag, og ríflega það. Ljósmynd/Óskar Hængur Gíslason

Vikulega á hverju sumri birtist listi yfir aflahæstu laxveiðiárnar. Sá listi tekur einungis tillit til fjölda laxa en ekki fjölda stanga. Raunveruleg gæði veiðinnar finnast hins vegar með því að reikna út hvað hver dagstöng var að gefa. Aðeins tvær ár ná hlutfallinu tveir laxar eða meira á dag. Það eru þær Vopnafjarðarsystur, Selá og Hofsá. Selá er með besta hlutfallið eða 2,28 laxar á stöng á dag. Hofsá er nánast með akkúrat tvo laxa á dag og er það meira en tvöföldun á veiði miðað við sumarið 2021 þegar Hofsá náði ekki einum laxi á stöng á dag. Var raunar ekki langt frá því eða með hlutfallið 0,95.

Af þeim 27 ám sem hér eru til umfjöllunar eru aðeins tíu sem ná hlutfallinu einn lax á stöng á dag eða meira. Vissulega eru margar ár þar rétt fyrir neðan. En þetta segir í raun allt um hversu léleg veiðin var í sumar. Einn lax á stöng á dag þýðir að ef tveir veiðimenn deildu stöng í þrjá daga þá gátu þeir gert sér vonir um að landa þremur löxum. Í Selá hefðu þessir veiðimenn landað sjö til átta löxum. Hins vegar í Stóru-Laxá voru þrír dagar að skila einum og hálfum laxi á stöngina,

Svo náttúrulega var þetta ekki nákvæmlega svona. Veiðin er misjöfn milli tímabila og hinn svokallaði besti tími gat gefið mun betri veiði en meðaltalið segir til um. En þetta er tölfræðin og hún í það minnsta gefur glögga mynd af hvernig veiðin var í þessum ám, að meðaltali.

Erlendur veiðimaður og Gary Champion leiðsögumaður, til vinstri, með lúsugan …
Erlendur veiðimaður og Gary Champion leiðsögumaður, til vinstri, með lúsugan smálax úr Orustuhyl. Miðfjarðará gaf 1,48 laxa á stöng á dag í sumar. Oft verið betri en ein af tíu ám sem náðu hlutfallinu lax á stöng á dag og betra. . Ljósmynd/Miðfjarðará

Hér fyrir neðan má sjá listann. Inn­an sviga við hverja veiðiá er fjöldi stanga. Næsti dálk­ur til­grein­ir heild­ar­veiði og inn­an sviga er fjöldi laxa á hverja stöng yfir sum­arið. Loks er það svo lax á hverja stöng á dag og inn­an sviga sama hlut­fall í fyrra og sumarið 2021. Þá má sjá hvort veiði hafi auk­ist eða minnkað. Við deilum með 90 í stöng per dag og fá þannig út hversu marga laxa hver stöng var að gefa daglega. Tölur eru fengnar af vef Landssambands veiðifélaga, angling.is.

Veiðisvæði                  Heild­ar­veiði/​per stöng                Á stöng á dag

Selá í Vopnafirði (6)          1.234 (206)                         2,28 (2,15/1,41)

Hofsá í Vopnafirði (6)        1.088 (181)                         2,01 (1,92/0,95)

Laxá á Ásum (4)                660 (165)                           1,83 (2,28/1,66)

Leir­vogsá (2)                    303 (152)                            1,69 (2,53/1,55)

Haffjarðará (6)                    905 (151)                         1,67 (1,61/1,70)

Miðfjarðará (10)                1.334 (133)                         1,48 (1,69/2,00)

Sval­b­arðsá (3)                     340 (113)                         1,26 (1,41/0,88)

Elliðaár (6)                          625 (104)                          1,16 (1,48/1,14)

Laxá í Döl­um (6)                 601 (100)                           1,11 (1,41/1,89)

Þverá/​​​Kjar­rá (14)               1.306 (93)                           1,04 (1,15/1,10)

Grímsá (8)                           697 (87)                           0,97 (1,15/1,05)

Straum­fjarðará (4)                 345 (86)                          0,96 (0,97/1,02)

Anda­kílsá (2)                        170 (85)                           0,94 (1,82/2,88)

Flóka­dalsá (3)                     248 (83)                             0,92 (1,92/1,04)

Hafralónsá (4)                      333 (83)                            0,92 (1,08/0,63)

Víðidalsá (8)                        645 (81)                            0,89 (1,12/1,02)

Laxá í Kjós  (8)                   603 (75)                             0,84 (1,41/1,47)

Hauka­dalsá (5)                   373 (75)                             0,83 (0,81/0,81)

Laxá í Lei­rár­sveit (7)            516 (74)                            0,82 (1,48/1,51)

Norðurá (15)                       1.087 (72)                         0,80 (1,05/1,06)

Hítará (6)                            426 (71)                            0,79 (1,31/0,76)

Vatns­dalsá (6)                      421 (70)                            0,78 (0,77/0,79)

Mýr­arkvísl (4)                       283 (71)                            0,78 (0,75/0,50)

Langá (12)                            709 (59)                           0,66 (1,00/0,77)

Hrúta­fjarðará (3)                   177 (59)                           0,66 (0,95/1,38)

Laxá í Aðal­dal (12)                 685 (57)                           0,63 (0,37/0,37) 

Stóra - Laxá (10)                   527 (53)                           0,58 (1,03/0,62)*

*Uppfært miðað við lokatölur 30. september.

Hver sem er getur svo farið inn á angling.is og fundið sína á og reiknað út þetta hlut­fall. En list­inn er ansi frá­brugðinn þeim lista þar sem ein­göngu er horft til heild­ar­tölu, óháð fjölda stanga. Þar sem enn er nokkuð eft­ir af veiðitíma í Rangán­um og fleiri ám á því svæði, eru þær ekki tekn­ar inn í þenn­an út­reikn­ing. Þá er líka vert að hafa í huga að upp­gef­inn fjöldi stanga er tek­inn af angling.is en þar geta hafa orðið breyt­ing­ar.

Má nefna að í Miðfjarðará er veitt á sex stang­ir fyrri hluta veiðitím­ans og myndi það hækka hlut­fallið þar veru­lega, væri tekið til­lit til þess. Sama má segja um Laxá í Döl­um en þar er veitt á fjór­ar stang­ir fram­an af veiðitím­an­um. Laxá í Kjós er einnig með færri stang­ir fram­an af veiðitíma. Í Hofsá í Vopnafirði var stöngum fækkað úr sjö í sex í sumar.

Jökla og Blanda fóru á yfirfall snemma þannig að þar náðist ekki níu­tíu daga veiðitími og því eru þær ekki á þessum lista.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert