Náðu 18 strokulöxum í ám fyrir vestan

Hópurinn með afrakstur helgarinnar. Frá vinstri; Jóhann Helgi Stefánsson, Guðlaugur …
Hópurinn með afrakstur helgarinnar. Frá vinstri; Jóhann Helgi Stefánsson, Guðlaugur Þór Ingvason, Vignir Hans Bjarnason, Elías Pétur og Heiðar Logi Elíasson. Magnús Orri sem tók myndina var einnig hluti af hópnum. Ljósmynd/Magnús Orri Fjölvarsson

Hópur manna sem kenna sig við verndun villta laxins hafa náð 42 strokulöxum í ám á Vestfjörðum í haust. Um nýliðna helgi náðu þeir 18 slíkum og plöstuðu og komu til Hafrannsóknastofnunar til greiningar.

Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson var með hópnum fyrir vestan um helgina og er þetta hans fimmta helgi í haust við leit að strokulöxum. „Eina helgin sem ég sleppti var þegar við vorum þrjú þúsund saman að mótmæla þessu á Austurvelli.“

Þessi lax var farinn að taka nokkurn lit. Bakugginn ber …
Þessi lax var farinn að taka nokkurn lit. Bakugginn ber þess merki að laxinn er strokulax. Þeir bæði háfuðu fiska og veiddu á stöng. Ljósmynd/Magnús Orri Fjölvarsson

Árnar sem þeir félagar fóru í um helgina voru Suðurfossá á Rauðasandi, Sunndalsá og Norðdalsá í Trostansfirði og Vatnsdalsá í Vatnsfirði. Afraksturinn var eins og fyrr segir átján strokulaxar. 

Bæði legnir og silfraðir

Það sem kom okkur á óvart var að fiskurinn í til dæmis Suðurfossá var búinn að taka mikinn  lit og greinilega búinn að hanga þar lengi. Hrygnurnar voru orðnar vel þykkar. Fiskarnir sem við fengum í hinum ánum voru mun nýlegri og nokkrir úr Sunndalsá virtust vera glænýir. Alveg silfraðir með mjög laust hreistur,“ upplýsti Elías Pétur í samtali við Sporðaköst.

Hylur fínkemdur. Samtals hefur hópurinn fjarlægt 42 eldislaxa úr ám …
Hylur fínkemdur. Samtals hefur hópurinn fjarlægt 42 eldislaxa úr ám á Vestfjörðum í haust. Þeir munu halda áfram svo lengi sem lög og veður leyfa. Ljósmynd/Magnús Orri Fjölvarsson

Hann telur að þeir hafi náð að hreinsa þrjár af þessum ám af eldislöxum nema þegar kemur að Vatnsdalsá í Vatnsfirði. Hún var mikil og bólgin og skilyrði erfið, sérstaklega á efri hluta árinnar þar sem hún er í gljúfrum. Þeir sáu í það minnsta einn strokulax sem þeir náðu ekki og skyggni var erfitt.

Aðspurður hvort þeir félagar ætli að halda áfram þessari iðju svaraði Elías Pétur. „Já. Á meðan að lög og veður leyfa munum við gera það. Það er því miður nóg eftir af þessum djöflum og allt of margar ár sem við komumst ekki í.“

Óvíst er hversu margar helgar til viðbótar verða í boði. …
Óvíst er hversu margar helgar til viðbótar verða í boði. Vetur konungur er að setjast að. Ljósmynd/Elías Pétur

Víðar hafa menn orðið varir við eldislaxa og Erling Ingvason birti í gær á Facebook síðu sinni myndband af haferni sem var að kljást við það sem Erling taldi vera eldislax, neðarlega í Hrútafjarðará. „Ég sá þetta eiginlega frá upphafi. Það var eins og örninn væri fastur í miðri ánni. En svo sá ég að hann var búinn að læsa klónum í bjartan fisk og dröslaði honum upp á eyri,“ sagði Erling í samtali við Sporðaköst. Hann sagði jafnframt að fiskurinn hefði verið silfraður og stór.

Afar líklegt verður að teljast að þetta hafi verið eldislax en í Hrútafjarðará og hliðaránni Síká er búið að fjarlægja 48 eldislaxa. Flesta þeirra tóku norsku kafararnir en þeir sáu eldislaxa sem þeir komust ekki að.

Koma norsku kafararnir aftur?

Nú velta margir fyrir sér hvert framhaldið verður. Vetur er að setjast að en engu líkara er en að aðgerðum sé lokið af hálfu yfirvalda. Heimillt er að veiða með stöng fram í nóvember til að reyna að ná þessum löxum. Það er hins vegar vitað að þeir taka illa. Engar skipulagðar aðgerðir eru í gangi sem Sporðaköst hafa vitneskju um. En allt útlit er fyrir að þessir strokulaxar séu enn að ganga í ár.

Viðræður hafa verið í gangi við norska kafara um að koma aftur. Veður og vatnavextir hafa hins vegar verið með þeim hætti að ekki hefur verið talin ástæða til að eyða fjármunum í að þeir komi. Sá möguleiki er þó enn uppi á borðum samkvæmt heimildum Sporðakasta. 

Samstöðukvöld á Sushi Social

Veitingastaðurinn Sushi Social stendur fyrir samstöðukvöldi á fimmtudagskvöld, 19. október til styrktar Icelandic Wildlife Fund. Eða eins og það er orðað af staðnum sjálfum. „...stöndum við fyrir samstöðukvöldi með baráttunni fyrir vernd íslenskra laxastofna.

Ágóðinn af kvöldin rennur óskiptur til Íslenska náttúruverndarsjóðsins og baráttunnar fyrir umhverfi og lífríkinu sem við þurfum öll að passa vel upp á.“

Á matseðli kvöldsins má finna lax en tekið er fram að hann upprunninn úr sjálfbæru og umhverfisvænu landeldi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert