Bjóða heimsendar flugur í áskrift

María Anna Clausen í Veiðihorninu gengur frá fyrstu áskriftarsendingunni. Þau …
María Anna Clausen í Veiðihorninu gengur frá fyrstu áskriftarsendingunni. Þau Óli og María hafa gengið með þessa hugmynd í maganum lengi. Loks fannst flötur og þau eru farin af stað. Ljósmynd/Veiðihornið

Margir fluguveiðimenn eiga fleiri flugur en þeir munu komast yfir að nota. Það breytir því ekki að það þarf stöðugt að bæta á. Nýjar flugur. Þessar sem eru að virka núna. Smærri flugur og nýjar samsetningar – eitthvað sem allir verða að eiga. Það má kannski líkja þessu við fyrrum forsetafrú á Filippseyjum, Imeldu Marcos sem átti um þrjú þúsund pör af skóm þegar best lét. Imelda var aldrei að fara að slíta öllum þessum skófatnaði en það breytti því ekki að hún stóðst ekki nýja skó þegar þeir voru í boði.

Sem betur fer fyrir fluguveiðimenn er flugur ekki jafn dýrar og skór en þörfin er stöðugt til staðar. Nú hefur Veiðihornið í Síðumúla sett fram nýjan kost til að uppfylla þessa þörf og ástríðu og tryggja stöðugt flæði af flugum til veiðimanna. Nú er hægt að kaupa flugur í áskrift og fá þær sendar heim. 

Einhverra hluta vegna er það svo að veiðimenn eiga aldrei …
Einhverra hluta vegna er það svo að veiðimenn eiga aldrei nóg af flugum. Það er svo aldrei að vita hvað leynist í pakkanum. Ljósmynd/Veiðihornið

Vantar okkur alltaf fleiri flugur?

„Eftirspurnin er allavega til staðar og við teljum þetta skemmtilega nýjung á veiðimarkaði. Við erum nú farin að bjóða flugur í áskrift. Allar götur frá því við kynntumst vini okkar Brian Runnals, stofnanda og eiganda Postfly í Bandaríkjunum höfum við gengið með þá hugmynd í maganum að efna til áskriftarsölu á flugum í anda Postfly. Brian kynntumst við fyrir fáeinum árum á viðskiptaferðalagi í Thailandi en Postfly ásamt Veiðihorninu eru stærstu viðskiptavinir Shadow Flies í Chiang Mai.“

Veiðihornið er nýlega farið að kynna þessa nýjung. Henni er …
Veiðihornið er nýlega farið að kynna þessa nýjung. Henni er strax vel tekið og veiðimenn áhugasamir. Ljósmynd/Veiðihornið


Og hvernig virkar þetta?

„Hugmyndin gengur út á að bjóða veiðimönnum flugur í áskrift og þannig kynna veiðimönnum flugur og aðferðir ásamt því að miðla fróðleik og þekkingu. Það eru ekki bara flugur og fróðleikur í öskjunum því mánaðarlega fylgir aukaglaðningur sem getur verið klippur, taumur, línubón, tökuvarar eða annað það sem nauðsynlegt getur talist í veiðitösku fluguveiðimannsins. Og síðast en ekki síst þá fylgir afsláttarávísun með í pakkanum en með ávísuninni fæst afsláttur af einni vandaðri veiðivöru í hverjum mánuði. Afslátturinn er mishár og fylgir tímalengd áskriftar en þriggja mánaða bronsáskrift gefur 5% afslátt, sex mánaða silfuráskrift gefur 10% afslátt, níu mánaða gulláskrift gefur 15% afslátt og 12 mánaða platínuáskrift gefur 20% afslátt. Kaupaukar í formi veglegra afslátta geta því verið fljótir að borga upp áskriftina. Auk fjögurra áskriftartímabila geta veiðimenn að sjálfsögðu valið á milli áskrifta að silungaflugum og laxaflugum.“

En af hverju núna?

„Það sem stoppaði okkur af lengi vel var sú staðreynd að við vinnum á örmarkaði og því illframkvæmanlegt að mæta þeim lágmarkskröfum um magn sem settar voru. Í samvinnu við Shadow Flies fundum við lausnir á því síðastliðinn vetur og hófst þá undirbúningurinn að samsetningu vörunnar sem nú hefur litið dagsins ljós. Áskriftaröskjurnar eru sem sagt tilbúnar og fyrstu pakkarnir hafa nú þegar verið póstlagðir. Við vitum að það eru fjölmargir spenntir veiðimenn sem bíða enda afar spennandi að fá nýjan pakka með óvæntu og skemmtilegu innihaldi mánaðarlega. Veiðiflugur í áskrift eru tilvaldar í jólapakkann því þiggjandinn tekur ekki bara upp einn pakka á aðfangadag heldur fær hann annan í janúar, þann þriðja í febrúar, fjórða í mars og svo framvegis eða allt eftir tímalengd áskriftar sem valin er,“ segir (J)Óli í Veiðihorninu að lokum.

Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert