Fyrst við erum öll grillandi þessa dagana er ekki úr vegi að grilla eitthvað annað en kjöt. Þessi fiskréttur er í frábærri marineringu og ætti engan að svíkja.
Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn að uppskriftinni og eins og aðdáendur Lindu vita þá er allt sem hún gerir dásamlega bragðgott.
Grillaður þorskur í kryddlegi
Aðferð:
Byrjið á því að setja saman öll kryddin í skál, setjið ólífu olíu út á kryddið, rífið börkinn af sítrónunni og hrærið saman.
Penslið kryddleginum á þorskinn, á báðar hliðar, það er gott að leyfa kryddinu að marinerast á fiskinum í nokkra klukkutíma ef tími leyfir.
Kveikið á grillinu, notið grillgrind undir fiskinn, smyrjið hana vel fyrst með ólífu olíu. Grillið fiskinn í 4-5 mín á hvorri hlið eða þar til hann er eldaður í gegn.
Kreystið safann úr sítrónunni yfir fiskinn áður en hann er borin fram.
Gott að bera fiskinn fram með fersku salati