Hamborgarasósan sem sögð er sú allra besta

Ljósmynd/Gígja S. Guðjónsdóttir
Eldhúsgyðjan Gígja S. Guðjónsdóttir galdrar hér fram einfaldan hamborgara og sósu sem er þess virði að prófa.
„Ef þú vilt komast í sumarskap þá mæli ég með þessum æðislega sumarlega hamborgara beint á grillið.  Hamborgarasósan er eins og sósan sem þið fáið á Shake Shack hamborgarastaðnum ef þið þekkið hann. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Hún er æðisleg með borgaranum og kartöflunum."
Grillaður hamborgari með bestu sósunni
Fyrir 4 hamborgara
  • 4 stórir hamborgarar
  • 4 hamborgarabrauð
  • Óðals Cheddar-ostur í sneiðum
  • salt og pipar
  • salatblöð
  • rauðlaukur
  • 4 sneiðar ananas
Aðferð hamborgari:
  1. Hamborgararnir eru kryddaðir og fara á grillið á sama tíma og ananassneiðarnar.
  2. Hamborgarinn er grillaður í um 5-7 mínútur á hvorri hlið og ananasinn í sambærilegan tíma, þið sjáið þegar hann hefur tekið lit.
Innihald sósa:
  • 200 gr. rjómaostur frá gott í matinn
  • 3 msk. tómatsósa
  • 2 msk. gult sinnep
  • 2 msk. fínt skornar súrar gúrkur
  • 1/2 tsk. hvítlaukssalt
  • 1/2 tsk. cayanne-pipar
Aðferð sósa:
  1. Gúrkurnar skornar smátt og öllu hrært vel saman, fínt að láta standa í nokkra tíma í ísskáp.
Innihald kartöflur:
  • 3 meðalstórar grillkartöflur
  • olía
  • salt og pipar
  • timjan
Aðferð kartöflur:
  1. Kartöflurnar eru skornar langsum í stærð eins og stórar franskar
  2. Þær eru settar í kalt vatn í um 30 mínútur
  3. Næst eru þær þerraðar vel og velt upp úr olíu, salti og pipar
  4. Kartöflurnar eru settar í álbakka og grillaðar í um 15 mínútur
mbl.is